Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 1
Skinfaxi II. 1950. (^lrílur J. £irtb bóóon: Stefnan og störfin Ungmennafélögin hafa reynzt heppilegt félagsform íslenzkum æsknlýð. Menn segja, að félögin séu ekki með fyrri blóma og aðrir að hugsjónir þeirra séu ekki í samræmi við tímana, enda lítið verið gert til þess að laga þær eftir þeim. Nokkurt svar við þessum aðfinnslum má telja, að félagsskapurinn á að fagna vaxandi vinsældum æsku- lýðsins. Er og þess að gæta, að hinir óánægðu eru ekki sízt i hópi fyrrverandi ungmennafélaga, sem unnu á sínum tíma merkilegt starf innan félaganna, en sáu félagsskapinn i hillingum æskuára sinna, en þeir draumar rætast sjaldnast hókstaflega. Hið mikla fylgi æskulýðsins við félagsskapinn leggur honum skyldur á herðar. Ungmennafélögin hafa ávallt lagt mikla áherzlu á íþróttir og til þeirra má rekja íþróttavakningu þá, sem nú ber glæsilega ávexti, þar sem eru íþrótta- afrekin á innlendum og erlendum vettvangi. Verður að hafa það í huga, að á bak við afrek stendur ávallt almenn rækt. Ungmennafélögin eiga þar drýgstan skerf og fá afburðamennirnir skjól af og vernd, skilning og uppörvun í vexti sínum og þroska. Islenzk ungmennafélög standa framar hliðstæðum félagssam- tökum erlendis að þessu leyti. 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.