Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 5

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 5
SKINFAXI 69 eru líka sýningar í sambandi við haustmót félaganna, þar sem sýndar eru ýmsar afurðir, sem unga fólkið hefur framleitt. Höfuðmarkmið þessarar starfsemi er að skipa vinn- unni þann sess, sem henni ber í hugum æskulýðsins, örva vinnugleðina og efla virðingu unglinganna fyrir daglegu störfunum. En einnig er tilgangurinn, að binda æskulýðinn átthögunum hinum traustu bönd- um ræktunar- og framleiðslustarfanna. Ættjörðin þarfnast ekki stórra orða fyrst og fremst. Við ungmennafélagar höfum efst á stefnuskrá okkar að sameina æskulýðinn. Margt verður til þess að sundra honum, sem og öðrum landslýð, í hópa, stéttir og flokka, en það á að verða hið mikla sameiningar- tákn okkar nú, að allir hefjist handa um skapandi og lifandi starf. Drögum að hún fána vinnunnar, góðir félagar. Starfið er ekki aðeins grundvöllur efnalegs sjálfstæðis þjóðarinnar, heldur einnig undirstaða menn- ingar hennar og sú heilsulind andleg og líkamleg, sem æskulýðurinn má ekki án vera. Ungmennafélagár, störfum í anda orðanna: Island allt! Skinfaxi. Þeir, sem enn hafa ekki greitt árgang 1950 eða eldri árganga. eru vinsamlega beðnir að gera bað strax til stjórnar ung- mennafélagsins i bygg'ðarlagi sínu, sem sér uni innheimtuna. Árgangurinn kostar kr. 10,00. Gjalddagi er 1. október. Þeir, sem ekki eru áskrifendur innan ungmennafélaganna. sendi áskriftargjaldið til innheimtunnar í pósthólf 406, Reykja- vik. Þangað ber og að senda öll erindi varðandi afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.