Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 7
SKINFAXI 71 í ungmennafélaginu, að .byggja samkomuhús. 1 maí 1944 var hafizt handa um bygginguna. Var verltinu lokið 1946 og húsið vígt með hátíðlegri athöfn í sept. það ár. Með þessari húsbyggingu var sameinað í eitt íþrótta- samkomu- og fundarhús, og jafnframt sköpuð skilyrði til sundiðkana á hvaða tíma árs sem er, því húsið stendur við sundlaugina. Hér fer nú á eftir lausleg lýsing á húsinu. Húsið er úr steinsteypu og er stærð þess 8V2X23 m. Fyrst er forstofa og snyrti- og hreinlætisklefar, þar yfir er loft, þar sem m. a. er geymt bókasafnið. Þá kemur salur, sem nær yfir breidd hússins og er um 13 m. á lengd og síðan upphækkun, eða „sena“, þar sem meðal annars eru haldnir smærri fundir og þar fara veitingar fram í sambandi við samkomur. Þar undir er kjallari, sem fyrst og fremst er í sambandi við sund- laugina, þar eru bæði búningsklefar og böð o. fl. í liúsinu er sjálfrennandi heitt og kalt vatn, enda er húsið engöngu hitað með laugavatninu. Húsið hefur ljós frá mótorrafstöð. Um kostnaðinn er það að segja, að húsið mun nú kosta, með öllu tilheyrandi, rúmar þrjú hundruð þús- und krónur. Eg get nú ekki sundurliðað, hvernig sú upphæð skiptist niður á þá sem greitt hafa, en þeir aðilar eru: félagsheimilissjóður, hreppurinn, ungmenna- íelagið, kvenfélagið og einstaklingar, sem m. a. lögðu fram mikla vinnu, og svo húsið sjálft að nokkru síðan það var tekið i notkun. Þær raddir voru til í upphafi, en sem betur fór fáar, sem töldu þessa byggingu ofvaxna svona fá- mennu sveitarfélagi. Sem betur fer var það ekki á rökum reist, vegna þess að fólkið átti þann félags- þroska að standa svo að segja einhuga að þessu verki. Nokkur skuld hvílir þó á húsinu enn])á, en ekki það mikil, að hættuleg sé, þó nú fari viðsjárverðir tímar í hönd.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.