Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 8

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 8
72 NK I.N'FAX! Laugaland. Samkvæmt eðli málsins er húsið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki og var fyrirkomulag á rekstri þess ákveðið árið 1945. Húsið hefur fimm manna stjórn, eru 2 frá ungmennafélaginu, 2 frá hreppsnefndinni og 1 frá kven- félaginu. Stjórnin sér um allan rekstur hússins, við- hald og reikningshald, svo og allt er húsið varðar. Hér er ])á í stórum dráttum rakin saga félagsheim- ilisins að Laugalandi, sú er varðar byggingu þess og hið ytra form. Hitt verður aldrei til hlítar rakið, né í letur fært, hvert átak það er í raun og veru, að byggja hús, sem þetta, i fremur fámennu sveitarfélagi. En með byggingu félagsheimilisins er brotið blað í sögu ungmennafélagsins, þar eð öll aðstaða til félagslífs hefur gjörbreytzt, J)ótt fámennið gjöri félagsstarfsemi alla erfiðari og fábreyttari en ella myndi vera. En víst er um það, að einmitt fyrir húsið og sundlaugina hefur vaknað mikill íþróttaáhugi innan félagsins og má segja að á því sviði hafi náðst dágóður árangur, miðáð við strjála byggð og litla tilsögn. Næsta skrefið á þessum vettvangi hlýtur að verða lagfæring á umhverfi húss- ins, þannig að þar geti orðið a. m. k. æfingasvæði í frjálsum íþróttum og er mikill áhugi fyrir að það

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.