Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 9

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 9
SKINFAXl 73 geti orðið sem fyrst, og er nokkur undirbúningur haf- inn i þá átt. Fullyrða má, að það verður ekki til fjár metið, hversu mikils virði það er fyrir allt félagslíf sveitar- innar, í nútíð og framtíð, að hafa eignazt sitt félags- heimili. Og enda þótt ýmislegt sé ógert ennþá í sam- bandi við þessi mál, þá er það víst, að það stendur til bóta og hægara að byggja ofan á, þegar traust undirstaða er fundin. Og þess vildi ég óska, að sem flest byggðarlög gætu eignazt sitt félagsheimili sem fyrst, því það mun framtíðin meta að verðleikum, verði þróunin ekki öfug í byggðasögu landsins á móti þvi sem maður vonar. Við verðum að hlúa vel að góðum framtíðarmálum, en það eru félagsheimilin í sveitum landsins. Þar á æskan i nútið og framtíð að verja tómstundum sínum eftir dagsins önn, ekki fyrst og fremst með það í huga að setja met í einhverri íþróttagrein, heldur með það sem æðsta markmið að atgervi líkama og sálar geti fylgzt að. 1 sveitum landsins verður ávallt að vera að nema land á einhverjnm sviðum ef ekki á að verða kyrr- staða eða jafnvel afturför. Einn hlekkurinn i þeirri þróunarkeðju eru félagsheimili — og ekki sá ómerk- asti.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.