Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 11

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 11
SKINFAXI 75 frá fimm Norðurlöndunum taka undir ósk ]}Tðskóla- manna um, að íslenzku handritin verði send heim til Tslands. Gautaborgarfundurinn, sem vinnur að norrænni sam- vinnu og skilningi milli Norðurlandaþjóðanna, fer þess á leit við stjórn Danmerkur og þing, að taka málið til afgreiðslu hið hráðasta. Handritin séu ástfólgnasti þjóðardýrgripur íslendinga og þau hafi orðið til i landi þeirra. Þau snerti málefni Islands og vitni urn réttlætiskennd Islendinga og ást þjóðarinnar á sögu og skáldskap. Þau séu kunn alþýðu manna á Tslandi, og hún hafi á þeim hinar mestu mætur. Þess vegna eigi að senda þau heim til Tslands. Dönsk réttlætiskennd og þakklæti fyrir þann skerf, sem handritin hafi lagt til menningar og andlegs þroska í Danmörku, leggi á herðar dönsku þjóðinni siðferðilega skyldu að skila þeim aftur. Mér er ekki kunnugt um, hvernig þing og stjórn kann að snúast við sliku opnu bréfi, og ég veit ekki, hvort bréfinu verður nokkur sérstakur gaumur gefinn í dönskum og íslenzkum dagblöðum. Hins vegar er ég viss um, að íslenku þjóðinni er þetta bréf mikið gleðiefni, því að hér er um að ræða hið mesta hjartans mál hennar. í ræðu, sem forseti Tslands, Sveinn Björnsson, héll á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947, sagði hann m. a.: „Okkur hættir við lileypidómum í viðskiptum út á við. Ég vil nefna nokkur dæmi: Þegar hópur danskra safnamanna og vísindamanna leggst á móti þvi, að okkur sé skilað handritunum, hættir okkur við að segja: „Svona eru Danir. Þeir kunna ekki að sýna okkur sanngirni.“ En þegar hópar lýðháskólamanna Dana, sem eru leiðtogar æskulýðs og annarra, sérstaklega i sveitum, skorar á ríkisstjórnina að afhenda okkur handritin, þegar stjórnmálamenn og jafnvel heilir stjómmálaflokkar, sem eiga mest ítök

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.