Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 13

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 13
SKINFAXI 77 „Skilaðn kveðju til dönsku lýðskólanna frá mér“. — Það er mjög athyglisvert að fá slíka kveðju frá rosknum háskólaborgara. Ég ræddi málið einnig við menntamálaráðherrann. Hann sagði svo frá, að i fyrra hefðu danskir stjórn- málamenn komið til Islands og einn þeirra hefði haft orð á því, hve lítið handritamálið bæri á góma. „Er það vegna þess, að málið sé ekki svo mikilsvert sem af hefur verið látið, eða er það af kurteisi við okkur sem gesti, að málinu er ekki meira á lofti haldið?“ — Evsteinn Jónsson gat fullvissað stjórnmálamanninn um, að þögnin stafaði af siðarnefndu ástæðunni. Skáldið Gunnar Gunnarsson sagði við mig: „Ef Danir eða Svíar hefðu lotið stórveldi og síðan l'engið frelsi, myndu þeir þá hafa afsalað sér þjóðarskjölum sínum? Þetta er sannarlega gagnleg hugsanaþraut.“ Sá, sem bezt skildi drátt þann, sem orðið hefur á afhendingu handritanna, var skjalavörður, sem þó var mjög ákafur fylgismaður þess, að Islendingar fengju þau aftur. Honum var ljóst, að það var í rauninni ekki danska þjóðin, sem stóð í vegi fyrir afhendingu handritanna, og varla stjórnmálamennirnir heldur, það voru safnamennirnir, sem á stóð. Þeir eru safnarar og láta seinlega af hendi það, sem þeir hafa klófest. Þetta er ekkert einstakt fyrir danska safnamenn og hókaverði, þannig eru skjalaverðir um allan heim. Þegar til íslenzku handritanna kemur, mega skjala- verðirnir ekki vera einir um ákvörðunina. Hér er nefnilega ekki um skjalasafngripi að ræða. Og þegar við höfum fengið ljósprentanir af handritunum, er vísindalega ástæðan til að halda handritunum ekki lengur við lýði. Aðalatriðið ei% að hér er um að ræða dýrmætustu þjóðarverðmæti íslenzku þjóðarinnar. — Verðmæti þeirra verða ekki reiknað í peningum. Samt má geta þess, að einu sinni vildu Bandarikjamenn fá eitt handritanna lánað á sýningu. Handritið skyldi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.