Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 14

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 14
78 SKINFAXI látið um borð í herskip í Kaupmannahöfn, og það átti að tryggjast fyrir fimm milljónir. Þessu var neitað. Mér virðist hafið yfir allan efa, að Islendingar eigi þjóðernislegan og siðferðilegan rétt til handritanna. Um lagalega réttinn má ef til vill deila. Þau voru vissulega á sínum tíma flutt hingað til Danmerkur, og sum færð Danakonungi að gjöf, svo að þau ekki glötuðust. Á þeirri tíð höfðu Islendingar ekki eins góð skilyrði til að varðveita J)au og vér. Að þau voru flutt til Danmerkur, en ekki t. d. til Ameríku eða Englands, var vegna þess, að fsland var í tengslum við Danmörk. Konungur Danmerkur var konungur fslands, og það er enginn vafi á þvi, að þessir dýrgripir voru gefnir konunginum sem konungi fslands. Þeir voru gefnir honum, sem var skyldastur til að gæta þjóðarverðmæta íslendinga, er þau voru í tortímingar- hættu. Nú eru fsland og Danmörk skilin. Við skilnað eru búið gert upp. Dönslcum alþýðumanni mun finnast það rétt og sanngjarnt, að fslendingar fái hin fornu handrit. Vér eigum svo marga þjóðardýrgripi. íslend- ingar eiga aðeins fáa. Nú er svo komið, að um fs- land flæða sterkir, vinsamfegir straumar að vestan. Það mundi verða til þess að binda ísland traustari böndum við Norðurlönd, ef norræn bræðraþjóð léti tilsvarandi verknað fylgja ræðum og skrifum um rétt þjóðanna til frelsis og sjálfstæðis. íslendingar eru nú að hyggja nýtt og voldugt safn- hús í Reykjavík, skammt frá háskólanum. Þar er hægt að geyma gömlu handritin í öruggri vörzlu. Það væri fagurt og verðugt tiltæki af Dönum, ei‘ þeir við vígslu safnhússins kæmu með hin þráðu handrit, eða að minnsta kosti skýrðu svo frá við þetta tækifæri, að ákvörðun um afhendingu þeirra hefði þegar verið tekin. Af Dana hálfu evu ol't og tíðum haldnar fagrar ræð-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.