Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 20

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 20
84 SIvINFAXI að hann verði hæfilegur bústaður fyrir þína ódauðlegu sál og hæfilegur bústaður fyrir helgan anda Guðs. Hugsjón mannlegs lífs er þá þessi: Þroskalíf — ei- líft þroskalif. Vér eigum að taka þroska i öllu, sem betur má fai’a, öllu, sem gerir oss betri og meiri menn. „Líkami yðar er musteri heilags anda i yður, sem þér hafið frá Guði.“ 1 oss býr neisti frá Guðs heilaga anda, möguleiki til framfara í öllu góðu. Likaminn er þvi ekki eingöngu syndugt hold, heldur bústaður og verk- færi heilags anda, er í oss býr og starfar í mannssál- inni, ef vér viljum nota vorn frjálsa vilja til fram- kvæmda á Guðs vilja, framkvæmda á því góða, fagra og fullkomna kærleikanum, réttlætinu og sannleik- anum. Að þessu á lif vort að keppa. Til þessa eigum vér að nota líkama vorn. Allt, sem gerir oss að meiri og betri mönnum, eigum vér að nota, ])ar á meðal allt, sem eflir og styrkir líkama vorn. Munum það, að hann er bú- staður og verkfæri sálarinnar. Það er ekki sama, hvern- ig það verkfæri er á sig komið. Heilbrigð sál í hraust- um líkama er máltæki, sem oft er notað. Og það hefir vissulega mikið til síns máls, þótt það sé að vísu ekki algilt, því að margur vanheill maður á líkamanum hefur heilbrigða hugsun og hreina sál — og aftur öfugt. En þó er hraustur líkami sannarleg mikilvægur fyrir viðgang mannsins, bæði til sálar og líkama og „heilbrigð sál í hraustum líkama“ á einmitt mjög skylt við texta vorn um likamann sem mustcri Guðs. En báðar setningarnar, bæði hið góða, gamla móltæki og orð PáLs postula leggja oss alvarlegar skyldur á herð- ar. Þær minna oss á, að hreysti og starfhæfni líkama vors her oss að efla, hæði með það fyrir augum að vera sem starfhæfastir menn í ])jóðfélaginu og að vera sem verðugastir til að bera nafnið, sem texti vor brýnir fyr- ir oss, — að vera musteri heilags anda. Vér eigum að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.