Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 22

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 22
86 SKINFAXI því þroskatakmarki að hafa heilbrigða sál i hraustum líkama, a.m.k. ef menn minnast þess, alltaf jafnframt, að það er bezt tryggt með því, að gleyma því aldrei, að líkami vor er musteri heilags anda í oss, sem vér höfum frá Guði. Hér verður nú í dag vígt mannvirki, sem minni oss á eina af hinum göfugustu af öllum íþróttum, sund- iþróttina. Það er íþrótt, sem ekki er aðeins líkamleg æfing til þjálfunar, heldur hefur beina hagnýta þýð- ingu, bjargar oft lifi manna, auk þess, sem hún er fögur og heilsusamleg íþrótt. Hversu mörg væru ekki þau mannslíf, sem bjargast hefðu, ef þessi fagra í- þrótt hefði verið rækt á þessu landi um aldirnar sem skyldi og hversu mörg hafa týnzt, vegna þess að menn hafa ekki kunnað þessa íþrótt, en hefðu hæglega getað bjargazt, ef menn hefðu kunnað hana! Það er þvi gleðilegt, að vér erum hér í dag ekki aðeins að hylla holla og fagra íþrótt, heldur og íþrótt, sem oft getur bjargað mannslífum, sem annars yrðu dauðan- um að bráð. Þessi sundlaug hér er því tákn um björg- unarstarf, jafnframt því sem hún er tákn göfugrar í- þróttar, sem hverjum manni er hæði hollt og gott að kunna. Vér viljum svo biðja Guð að hlessa æskulýð þessa lands. Vér viljum biðja hann að blessa íþróttastarfsemi vora. Vér biðjum hann að stuðla að því, að j)að verði hverjum íþróttamanni áhugamál að láta íþróttirnar styrkja og bæta skapgerð sína, um leið og jiær hjálpa líkamanum til þroska. Vér biðjum þess, að íþrótta- starfsemi vor vinni á þeim leiðum að skapa heilbrigðar sálir í hraustum líkömum og að unnið verði í þeim anda, sem alltaf man eftir því, að líkami vor er Guðs musteri og að Guðs andi býr i oss og að í þeim anda ber oss að starfa, er slíkri trú hæfir. Loks viljum vér svo biðja þess, að þessi sundlaug, er hér verður vígð í dag, verði góður áfangi í íjjrótta-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.