Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 23

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 23
SKINFAXI 87 Þorsteinn Eiríksson skólastjóri, Brautarholti. ’ Æskulýösmótið * Ærviku Dagana 19.—25. júní s.l. blandaðist íslenzka, finnska og danska, norsku og sænsku í lýðháskólunum i Inge- sund, Arvika, Svíþjóð. Þar stóð þá yfir æskulýðsmót ungmennafélaganna á Norðurlöndum. Frá því 1924 hafa norsk, sænsk og dönsk ungmenna- félög haldið slíkt mót, en nú fyrir nokkrum árum bæt- ast svo finnsk og íslenzk ungmennafélög í hópinn. Á móti þessu voru forystumenn ungmennafélaga með stóra eða smáa hópa ungmennafélaga, hver frá sínu landi. Þarna voru 4 Islendingar: Stefán Runólfs- son, sem var fararstjórinn. Þorbjörg Bergþórsdóttir, Jóakim Pálsson og undirritaður. Frá Danmörku 17, Finnlandi 21, Noregi 5 (fengu ekki gjaldeyri) og frá Svíþjóð um 20 fulltrúar. Meginþorri þess fólks, sem æskulýðsvikuna sótti, kunni aðeins sitt eigið móðurmál. Var þvi ekki að undra þó illa gengu samræðurnar fyrstu dagana. En „mikið má ef vel vill“ og er líða tók á vikuna fóru málin að blandast og út kom hin kunna skandinaviska með ýmsum tilbrigðum. Finnarnir fóru að rifja upp það, sem þeir lærðu í barnaskólnum í sínu öðru móður- starfsemi vorri og að sem flestir ungir menn læri nú þessa fögru og gagnlegu iþrótt og týni henni ekki aftur. Vér biðjum þess jafnframt, að áhugi manna á slysa- vömum megi eflast um ókomin ár. Drottinn! Gef þú oss að helga þér líf vort og störf. Gef þú, að íþróttastarfsemi vor megi eflast og að bún stefni jafnt að því að efla heilbrigði sálna vorra sem hreysti likama vorra. Gef oss að minnast þess, að lík- amir voi'ir eru musteri heilags anda, sem vér höfum frá þér. Amen.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.