Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 27

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 27
SKINFAXI 91 Eftir kvöldverð voru flesta dagana umræðufundir um ýmis áhugamál ungmennafélaga. Timinn frá hádegi til kvöldverðar var jafnan notað- ur til að skoða nágrenni Ingesunds. Fengum við þannig ofurlitla skyndimynd af Vermalandi og nóg til þess að við skildum betur en áður Vermalandsvisu Tryxells: „Ach Varmeland du sköna, du hárliga land! Du krona för Svearikes lánder!“ Tvo síðustu dagana tókum við þátt í miðsumar- eða Jónsmessuhátíð með þálttakendum í landsmóti J.U.F. í Arvika. Þessi hátíð hófst með guðsþjónustu í Arvika- kirkju. Síðar um kvöldið hófst svo dansinn í kring um „maistöngina“. Sérkennileg skemmtun, sem ekki þekk- ist hér á landi. 24. júní var kveðjuhátið landsmóts J.U.F. og æsku- lýðsvikunnar. Bæjarstjómin í Arvika bauð til mið- degisverðar, en siðan fórum við til hátíðasvæðisins fyrir utan safnhús borgarinnar. Þar flutti forsætisráðherra Svía, Tage Erlander, ræðu fyrir þúsundir hrifinna á- heyrenda. Þarna fluttu kveðjur fulltrúar Umf., þeirra er æsku- lýðsmótið sóttu, en Erik Jonsson formaður J.U.F. þakkaði. Á milli ræðnanna voru sungnir ættjarðar- söngvar. Fánar Norðurlandanna fimm (færeyska fán- ann vantaði) blöktu hlið við hlið yfir hátíðasvæðinu. fagrir og tignarlegir. Við þátttakendurnir í mótinu í Ingesund enduðum daginn heima í lýðháskólanum, dálitið þreytt eftir allt, sem við höfðum heyrt og séð undanfarna daga, en þó hjartanlega þakklát og hrifin af allri þeirri gestrisni og vinsemd, sem við mættum hvarvetna. En nú þörfn- uðumst við ofurlítillar hvildar og næðis til að kveðja okkar kæru félaga á æskulýðsvikunni og kvöldið leið við ávörp, upplestur og söng. Allan sunnudaginn 25. júní vorum við í skemmtiferð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.