Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 29

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 29
SKINFAXI 93 undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar. Sigurður Greips- son formaður Skarphéðins lýsti því næst dagskrá móts- ins og flutti ræðu um stofnun Skarphéðins og ágrip um 40 ára starf. Það hélt fyi’sta iþróttamót sitt að Þjórsártúni vorið 1910. Þar hafa mótin nær alltaf verið haldin siðan. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi hélt síðan vígslu- ræðu hins nýja iþróttavallar. Lýsti hann gerð vallar- ins og undirbúningi. Iþróttavöllurinn hefur 400 m. langar hlaupabrautir og er á allan hátt löglegur keppn- isvöllur með mjög rúmgóðu áhorfendasvæði. Eftir er að ganga frá sætum á honum. Björn Björnsson sýslumaður Rangæinga flutti síðan snjalla ræðu uin manngildishugsjónir Umf. og hlut- verk þeirra fyrr og nú. Flutti hann Skarphéðni þakkir héraðsins fyrir merkilegt menningarstarf í 40 ár. — Vék hann verðskulduðum þakkarorðum til Sigurðar Greipssonar fyrir óþreytandi og örugga forystu fyrir velferðarmálum sambandsins, en hann hefur verið for- maður þess næstum þrjá síðustu áratugina. Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Sigurðar Agústssonar, Birtingaholti og Karlakór Biskupstungna undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar, Vatnsleysu skemmtu með söng. Þegar ræðum og söng var lokið, gekk fylking íþróttamanna, kvenna og karla, nokkuð á annað hundrað, inn á íþróttavöllinn og heilsaði með íslenzka fánanum. Var þetta glæsilegur hópur æsku- manna og fögur sjón. Hófst síðan úrslit í þeim íþrótta- greinum, sem eftir voru. Bændaglíma hafði verið ákveðin með 72 þátttak- endum. Fór hún fram á gamla íþróttavellinum. Gengu glímumenn þangað fylktu liði. Mótsgestir höfðu áður safnazt saman á áhorfendabekkina og biðu binna óvenju mörgu glímumanna með eftirvæntingu. Var öll brekkan þéttskipuð fólki og munu hafa verið þar á fjórða þúsund manna.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.