Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 31
SKINFAXl 95 hópur og aldursmunur orðinn mikill á þeim elztu og yngstu. Sig. Greipsson kynnti þá alla og minntist enn- fremur annarra, sem unnið hafa glímuskjöldinn frá upphafi. Tveir þeirra voru látnir, Páll Júniusson frá Syðra-Seli og Jón Jónsson frá Laug. Mesta athygli þeirra, er þarna komu fram, vöktu tveir i’osknir bændur og vörpulegir að vallarsýn, þeir Haraldur Einarsson bóndi í Kerlingadal, Mýrdal, sem vann skjöldinn í fyrsta sinn 1910, og Magnús Gunnars- son bóndi Ártúnum, Rangárvöllum, er var skjaldarhafi litlu siðar. Sigurður Greipsson sleit síðan þessu merkilega af- mælismóti. Gerði grein i'yrir úrslitum og afhenti verð- laun. Þakkaði síðan keppendum drengilegan leik og hinum mikla mannfjölda prúðmannlega framkomu. Stjórn Skarphéðins skipa, auk Sigurðar, Eyþór Einarsson frá Gröf og Magnús Guðmundsson, Mykju- nesi. Yeglegt afmælishóf 14. október. Þá minnstist Skarphéðinn afmælisins með veglegu hófi i Selfossbíó 14. okt. og hófst það kl. 16,30. Þangað var boðið öllum gömlum starfsmönnum og stjórnendum sambandsins, iþróttamönnum frá afmælishól'inu í sum- ar, nokkrum styrktarmönnum og auk þess átta mönn- um frá liverju sambandsfélagi, auk nokkurra fyrir- manna úr héraði. Á þriðja hundrað mun hafa sótt samkomuna. Ingimar Jóhannesson kennari rakti sögu sambands- ins í langri og ítarlegri ræðu, en hann vinnur nú að samningi hennar. Sigurður Greipsson formaður Skarp- héðins rakti íþróttasögu sambandsins frá upphafi. Kom hann víða við og voru endurminningar hans fjörugar og skemmtilegar. Þegar þessum tveimur aðalræðum var lokið, hófst sameiginleg kaffidrykkja og var veitt af mikilli rausn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.