Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 49

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 49
SKINFAXI 113 stofnað af ungum áhugamönnum, er verið höfðu nemendur Hólaskóla. Það félag breyttist í ungmennafélag 1. nóv. 1905 og varð síðar eitt af fyrstu stofnfélögum ungmennasambands- ins. Um Seyluhrepp var starfandi bindindisfélag drengja og var brautryðjandi þess Brynleifur Tobíasson að Geldingaholti — siðar menntaskólakennari á Akureyri. — Félagi þessu var breytt í reglulegt ungmennafélag 20. okt. 1907 og lilaut þá nafn ■ ið „Fram“, og varð annað stofnfélag ungmennasambandsins. Um Staðarhrepp var stofnað reglulegt ungmennafélag 23. okt. 1905, er hlaut nafnið „Æskan“. Stofnfélagar voru 15 drengir, og stofnandi þess Jón Sigurðsson; síðar óðalsbóndi og al- þingismaður að Reynistað. Félagið „Æskan“ var þriðja stofn- félag ungmennasambandsins og brautryð.iandi að stofnun þess. sem síðar mun sagt verða. Á Sauðárkróki og nágrenni lians var stofnað ungmennafélagið „Tindastóll“ 23. okt. 1907. Var brautryðjandi þess Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti og bræð- ur hans, ásamt ýmsum öðrum áhugamönnum um þær sióðir. Um Hegranes — í Rípurhreppi — var stofnað ungmennafé- lagið „Hegri“, 28. mai 1908; og var brautryðjandi þess Ólafur Sigurðsson síðar bóndi að Hellulandi og fiskiræktarráðunaut- ur. Um Viðvikurhrepp og úthluta Akrahrepps og Hólahrepp var stofnað ungmennafélag 1914 og nefndist það „Framsókn á Gljúfuráreyrum". Stofnandi þess var Hólmjárn J. Jósefsson, þá kennari að Hólum í Hjaltadal, og síðar loðdýraræktarráðu- nautur. Félagið starfaði nokkur ár í ungmennasambandinu, en leystist siðar upp. Um Ilofsós og nágrenni var starfandi málfunda- og ungmennafélag, er gekk í sambandið, en félag þetta leystist upp; og síð.ir var stofnað ungmennafélagið „Höfð- strendingur" 15. marz 1917, og gekk það í ungmennasamband- ið 1924. í Stiflu — um Austur-Fljót — var stofnað ungmenna- félagið „Vorið“, 25. april 1918. Það félag gekk i ungmennasam- bandið, en leystist svo upp um 1947; en margir félagar úr þvi gengu þá í Ungmennafélag Holtshrepps, sem starfaði þar i hreppnum og gekk það félag þá í ungmennasambandið. f framhluta Lýtingsstaðahrepps -— um Goðdalasókn — var stofn- að ungmennafélagið „Bjarmi“. Starfaði það um nokkur ár og var i ungmennasambandinu en leystist svo upp. Um Hóla- hepp var stofnað ungmennafél. „Hjalti“ í febr. 1927, og gekk það i ungmennasambandið. Um Vestur-Fljót — í Haganes- hreppi — var stofnað Ungmennafélag Haganeslirepps 13. jan. 1944 og gekk félagið í ungmennasambandið. Fleiri ung- mennafélög hafa starfað i ýmsum byggðalögum héraðsins skemmri eða lengri tima fyrr og síðar; en þau félög hafa ekki 8

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.