Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 52

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 52
116 SKINFAXI inngönguslcilyrði félaganna i sambandið, að félögin liefSu bindindisheit á áfengi í lögum sínum. Var bindindisákvæSiS samþykkt meS meirihluta atkvæSa fulltrúanna. Lýstu þá full- trúar umf. „Æskunnar" því yfir, að þeir myndu ganga af fundi og frá héraðssambandsstofnuninni, fyrst atkvæði hefðu þannig fallið. Lýsti þá meirihluti fulltrúanna þvi yfir, að þeir skyldu falla frá samþykkt sinni, og áfengisákvæðið yrði fellt úr lögum héraðssambandsins, ef samkomulag næðist þá um hinar aðrar greinar frumvarpsins; en óskuðu hinsvegar eftir þvi að ung- mennafélögin og liéraðssambandiS vildu vinna eftir megni í þágu áfengisvarna þjóðarinnar.. Var frumvarpið i 13 greinum, og það samþykkt með litlum breytingum, að frágengnu því er fyrr var greint. Á fundinum var kosin stjórn liéraðssambandsins og tóku sæti í henni Jón Sigurðsson, Brynleifur Tobíasson og Árni J. Hafstað. Varamaður Sigmar Jóliannsson. ÁkveSið var að fé- lögin héldu áfram kynningar- og skemmtistarfsemi á milli félaganna, og byði til samstarfs þeim ungmennafélögum, er þá stóðu utan héraðssambandsins. Fyrstu starfsár frá 1910—’24. Eftir að ungmennasamband héraðsins var stofnað, fór það fyrst og fremst að vinna að framkvæmd ýmissa félagsmála, en fjárhagsgeta var þá lítil, þvi sambandsskattur var 20—40 aur- ar á livern sambandsfélaga og tekjur af sumarmóPmum eng- ar fyrst í stað, því aðgangur þeirra var þá ekki seldur. Auk venjulegra sambandsstjórnarstarfa var það ákveðið á aðal- fundi sambandsins 27. des. 1910, að ráða menn til fyrirlestra- ferða á milli ungmennafélaganna. Voru til þessa þá ráðnir þeir Brynleifur Tobíasson og Árni barnakennari Hallgríms- son frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Þá fékk héraðssambandið einnig hinn ágæta fyrirlesara og kennara Guðmund Hjaltason til þess að flytja fyrirlestra á sumarsamkomunum og í ung- ínennafélögunum. Voru erindi þessara manna um margvísleg efni, og hvöttu til dáða og drengskapar. Var starfsemi þessari haldið uppi um næstu 4 ár, en eftir það voru oft fluttir fyrir- lestrar í sambandi við aðalfundi ungmennafélaganna. Annar meginþáttur af starfsemi ungmennasambandsins var aukinn áhugi fyrir ýmsum iþróttum, og voru i þvi skyni gjörðir verðlaunagripir fyrir beztu afrek i íþróttagreinum. í sambundi við íþróttastarfsemina var einnig stofnaður slysa- tryggingarsjóður með samþykkt aðalfundar 10. jan. 1914. Var sjóðnum lagt til fé úr sameiginlegum sambandssjóði næstu ár.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.