Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 55

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 55
SKINFAXI 119 var á aðalfundi samþykkt að ganga í íþróttasamband íslands. Einnig tók aðalfundur sambandsins þá ákvörðun að gjörast aðili í knattspyrnu- og frjálsíþróttasamböndum landsins. Þá var óskað eftir því að gjörast virkur meðlimur í skíðasamband- inu árið 1949. Á þessum tíma hefur öll íþróttastarfsemi sambandsins orðið kerfisbundin sem önnur íþróttastarfsemi i landinu, enda þar- afleiðandi notið ýmissa hlunninda og fjárstyrks frá lands- samböndunum. Héraðssambandið liefur hin síðari árin haft ýmsa unga og efnilega íþróttakennara, sem hafa haldið uppi námskeiðum árlega, skemmri eða lengri tíma. Þá hefur ung- mennasambandið, og fulltrúar á aðalfundum komið upp vönd- uðum verðlaunagripum, sem keppt er um og veittir eru fyrir beztu afrek i ýmsum iþróttagreinum. Á aðalfundi sambandsins 1948, var með frjálsum samskotum stofnaður verðlaunagripa- sjóður, varð l)á þegar á fundinum kr. 800,00 að upphæð. Eru því iþróttamál héraðsins að komast í sæmilegt horf, eftir því sem allar aðtæður og efni standa til. Má því búast við hinu bezta um þróun þessara mála i framtíðinni. Eftir að ungmennasambandið gekk i hin áðurnefndu lands- sambönd, hefur verið unnið að þvi kappsamlega ,að ung- mennafélögin útrýmdu áfengisnautn á sambandssvæðinu. Hafa félögin gjört sitt ýtrasta til þess að ölvuðum einstaklingum væri ekki veittur aðgangur að félagasamkomum. Hefur nokkuð unn- iz á til hins betra í þessu efni og má i framtíðinni vænta veru- legs árangurs á þessu sviði. Auk þessa, sem talið hefur verið, hafa ungmennafélögin og héraðssambandið Iiaft ýmis mál til meðferðar, sem horft hafa til hags og heilla fyrir ungmennasambandið og héraðið í heild. Stjórnarnefndarmenn 1910—’50. Brynleifur T’obiasson, Geldingaholti, siðar á Akureyri, form. 1910—’13. Jón Sigurðsson, Reynistað, siðar óðalsbóndi og alþm., féhirð- ir 1910—''14. Árni J. Hafstað, Hafsteinsstöðum, síðar bóndi að Vik, ritari 1910—’ll. Pétur Hannesson, Skiðastöðum í Lýtingsstaðahr., síðar á Sauð- árkróki, ritari 1911—’12. Pétur .Tónsson, Eyhildarholti, síðar i Reykjavik, ritari 1912— ’13 og 1916—'19. Jón Jónsson, Holtskoti, siðar bóndi þar, ritari 1913—’15, form. 1915—’17.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.