Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 59

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 59
SKINFAXI 123 limf. Austri, Eskifirði, 10 ára Þann 2. jan. s.l. var Umi'. Austri á Eskifirði 10 ára. AS vísu er ungmennafélags- skapurinn á staðnum tæp- um tveim árum eldri, þvi Austri var stofnaður upp úr öSru félagi, Umf. EskifjarS- ar, sem stofnaS var 9. okt. 1938. Aðalhvatamenn þeirr- ar félagsstofnunar voru tveir af kennurum barna- skólans, þeir Sigurbjörn Ketilsson, nú skólastjóri í Ytri-Njarðvík og undirrit- aSur. Umf. EskifjarSar var aldrei fjölmennt, en þó iagði það grundvöll að iþróttastarfi, keypti m. a. skiði og leigði þau félög- unum gegn vægu gjaldi. Tók það einnig á dagskrá bygg- ingu félagsheimilis og sundlaugar, þó ekkert væri liægt að framkvæma þann stutta tíma, sem það starfaði. Haustið 1939 bættust félaginu nýir starfskraftar, þar á meðal Skúli Þorsteins- son, sem þá varð skólastjóri á Eskifirði, og urðu nú þáttaskil í félagsstarfinu. Hvatti Skúli til þess, að félagið gengi í U.M.F.Í. svo það gæti notið réttinda þar og ýmissa hlunninda. Á aðalfundi 12. jan. 1940 var samþykkt, að félagið gengi í U.M.F.f. og jafnframt yrði breytt nafni félagsins og lögum til samræmis við lög U.M.F.Í. Kosin var nefnd til að undirbúa þessar breytingar á næsta fundi. Þann 27. jan. 1940 var svo haldinn síðasti fundur í Umf. lískifjarðar. Þar kom frani sú tillaga, að hið nýja félag fengi nafnið Austri, og var það samþykkt i einu hljóði. Fyrsti formaður Umf. Austra var Skúli Þorsteinsson. Á þessum fundi var yngra fólk tekið í félagið, allt niður i 12 ára aldur. Hófst nú allfjörugt félagslif, sem stóð með blóma þennan vetur og hefur æ síðan verið tiiluvert starfað í umf. Austra, Skúli Þorsteinsson

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.