Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1950, Qupperneq 64

Skinfaxi - 01.11.1950, Qupperneq 64
128 SKINFAXI Hverjar eru þá liinar sameiginlegu megingrundvallarreglur líkamsuppeldis? Eða, svo tekið sé nánara dæmi, hvað er sam- eiginlegt sænskum fimleikum, þýzkum fimleikum, engilsax- neskum íþróttum, fimleikum Asíuþjóða og danskenndum fim- leikum? Eða eru þessi kerfi andstæð hvert öðru? Setjum fram nokkrar spurningar: Er liægt að telja íþróttir — sport — lik- amsmenntandi — „gymnastique educative“? Eru háttbundnar fimleikaæfingar sérstakt kerfi? Leiða þær af sér samræmdan líkamsþroska? Leysa þær úr læðingi skapandi öfl? Hafa hinar erfiðu íþróttir, t. d. aflraunir, skennnandi áhrif á sálarlífið? Er nokkuð sameiginlegt með fimleikakerfum Asiuþjóðanna, Japana, Kínverja og Indverja, og hinna evrópsku kerfa? Hverri þessara spurninga hefur verið svarað á marga vegu. Ég staðliæfi samt sem áður, að þrátt fyrir hin mörgu svör, finnist sameiginlegur grundvöllur, sem byggist á sameiginiegri þekkingu, og því sé hægt að koma á einingu um grundvallar- lögmálin. Reynsian sýnir, að ekkert hinna fyrrnefndu kerfa er ein- stætt, hvert þeirra hefur orðið fyrir áhrifum frá öðru eða öðr- um. Sameiginlegt þeim öllum er hinn almenni háttur þeirra. Því meir sem liinar yngri þjóðir tileinka sér og temja sér valin atriði þessara kerfa, þvi nær færist sá tími, er við eignumst sameiginlegt alheimskerfi til notkunar við líkamsuppeldi. Þetta mun þó ekki hindra það, að hver þjóð setji á það vissan þjóð- legan blæ innan sinna takmarka. Slikur þjóðlegur blær, sem fremur verður til fyrir tilverknað skapgerðar og aðstæðna, breytir á engan hátt hinum sameiginlegu og kennslufræðilegu þáttum. Ég mun nú reyna, út frá sjónarmiði og reynslu einstaklings, sem liefur i mörg ár reynt og athugað þessi kerfi, að gera tilraun til þess að lýsa því, sem að mínum dómi er hið þýð- ingarmesta. A. TAKMARK MENNTUNAR. Við göngum út frá því sem vísu, að nútíma líkamsuppeldi hafi sameiginlegt takmark, sem ég vii kalla vestrænt. Takmark- ið er að ala upp og þroska starfshæfa, virka og vel uppfrædda karla og konur, sem séu skyldurækin við fjölskyldu sína, ná- unga sinn, föðurlandið og allan heiminn. Þessi manntegund, virk, starfsfús og skyldurækin, liefur yfirunnið það að hugsa aðeins um sjálfa sig, og það er einungís með slikri mannteg- und, að íþróttir vorra tíma geta orðið óaðskiljanlegur hluti uppeldis og daglegs lífs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.