Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 67

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 67
SKINFAXI 131 þindarinnar, en einnig t. d. liúðarinnar, svo við ekki nefn- um aðra hluta, sem taka þátt í þeirri athöfn, sem við net'num öndun, heldur alls líkamans. 1 sundurgreiningarstefnu vorri kennum vér öndun ekki með fyrirskipuðum öndunarhreyfing- um eða með skilgreiningum á hinum ýmsu atriðum hennar, heldur með þvi að ávinna einstaklingum rétta öndun með hreyfingum, sem ná til alls líkamans. 1 þessu tilfelli geta seil- ingarœfingar hinna sænsku fimleika og einnig vinnuaðferðir Nielsar Buck veitt mikla aðstoð til þess að þroska hrygginn og auka þanþol bolsins. Sérstakar öndunaræfingar eiga rétt á sér innan læknisfræðilegra aðgerða, og hvað söng viðvíkur eru þær nauðsynlegar. b) Bolæfingar: Ling benti á, hversu setur vorar nú á tímum væru skaðleg- ar, og af íhugunum hans komu hinar kerfisbundnu bolæíing- ar i notkun. Fimleikakennarinn verður ávallt að hafa það efst i huga að þroska og styrkja bolvöðvana. Hvað þessu við- víkur fylgjum vér hinni sænsku kenningu, en í framkvæmd víkjum vér inn á tvær brautir til þess að auka hreyfanleika hryggjarins; nauðsyn þessa sýndi oss i fyrsta lagi K. A. Knud- sen og Klapp, og i öðru lagi reynsla vor af hinum dans- kenndu fimleikum. Ef ég bæti við sænsku fimleikana hinum happadrjúga árangri af þroskandi vöðvateygjum, eins og Niels Buck liefur æft þær fyrir allan líkamann, þá hef ég æfingaskrá bolæfingakerfis- ins, sem nær yfir allt það, sem snertir bolinn, sem er aðset- ursstaður aðallíffæranna. Þessi æfingatilhögun krefst þess, að vér höfum fyrst og fremst innt af höndum aðalskyldu vora gagnvart liffæraþrosk- anum, styrking hjartans, með æfingum, sem vaxa að erfiði stig af stigi. Lýsing æfinganna er kafli fyrir sig, og ég mun síðar ræða um sameiginlegar reglur til uppbyggingar. Æfingatafla vor liti þá þannig út: 1) Hlaup til þess að styrkja hjartað. 2) Bolæfingar, sem teygja og þroska hreyfanleika hryggjar- ins. Þetta leiðir svo til: 3) Æfinga fyrir húðina, og 4) Heildarhreyfinga. Og inn i þær falla fjögur atriði vöðva- þjálfunarinnar: Teygja, styrkur, snerpa, mýkt. Beinum vér athyglinni aftur að bolæfingunum, þá gæti um- ræðuefnið snúizt um aðra þrætuspurningu, þ. e. a. s. valið 9*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.