Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 86

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 86
150 SKINFAXI Sund- og knattspyrnumót U.I.A. var haldið á Seyðisfirði 24. og 25. júní. í sundkeppninni tóku þátt 4 ungmenna- og íþrótta- félög og hlutu þessi stig: Þróttur, Neskaupstað 56. Huginn, Seyðisfirði, 23. Samyrkjafélag Eiðaþinghár 6 og Umf. Austri, Eskifirði 3. Sigurvegari í knattspyrnunni varð Huginn með 5 stigum. Austri hlaut 4 stig. Þróttur 2 og Umf. Leiknir, Búðum, 1. Mótið var fjölsótt. íþróttamót Vöku og Samhygðar í Flóa var haldið á Lofts- staðaflötum 16. júli. Umf. Vaka vann mótið með 37 stigum. Umf. Samhygð hlaut 26 stig. Gisli Guðmundsson, Umf. Vöku, hlaut flest stig einstaklinga, 12 alls. íþróttamót Umf. Biskupstungna, Hvatar Grímsnesi og Laug- dæla var haldið að Borg í Grímsnesi 30. júli. Umf. Hvöt vann mótið ineð 29 stigum. Umf. Biskupstungna hlaut 26 stig og Umf. Laugdæla 5 stig. Oddur Sveinbjörnsson, Umf. Hvöt, vann nú til fullrar eignar Hvatarbikarinn. Hann er veittur fyrir bezt afrek mótsins. Það var þristökk Odds, 13.91 m. er gefur 772 stig. íþróttamót Hvatar í Grímsnesi og vígsla íþróttavallarins að Borg fór fram 20. ágúst. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi hélt ræðu. íþróttakeppni var háð milli þriggja Umf. fyrir ofan Hvítá og þriggja fyrir sunnan. Sunnanmenn báru sigur úr býtum. íþróttamót U.M.S. Skagafjarðar og U.M.S. Eyjafjarðar var haldið á Sauðárkróki 27. ágúst. Skagfirðingar hlutu 61 stig en Eyfirðingar 59. Af einstaklingum hlutu flest stig Árni Guðnumdsson 21% og Gísli Sölvason 11%, báðir Skagfirð- ingar. Umf. í Holtum og Landsveit héldu íþróttamót 6. ágúst. Umf. Ingólfur sigraði með 85 stigum. U.M-S. Dalamanna og Stúkan Sóley úr Reykjavik héldu í- þróttamót að Sælingsdalslaug (sundkeppni) og Nesodda (frjáls- ar íþróttir) 4. og 5. ágúst. Sóley vann mótið með 117 stigum. U.M.S. Dalamanna hlaut 101 Hjörtur Þórarinsson íþróttakenn- ari frá Reykhólum stjórnaði mótinu. Umf. Selfoss og Umf. Keflvíkinga kepptu á Selfossi 27. ágúst. Keflvíkingar sigruðu, hlutu 11298 stig n Selfoss 10884 stig. Þetta er í annað sinn, sem þessi keppni fer fram. f fyrra skiptið sigraði Selfoss. Frjálsíþróttamót Suðurnesja fór fram í Keflavík 8.—10. ágúst. Þessi félög tóku þátt í mótinu og hlutu eftirgreind stig: Umf. Keflavíkur 116, Umf. Njarðvikur 38, Garðar, Gerðum 6.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.