Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 88

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 88
152 SKINFAXI Hástökk: Sigurður Friðfinnsson (FH.) 1.75 m. Langstökk: Torfi Bryngeisson (KR.) 7.07 m. Hann vann einnig stangarstökkið (4.15 m.). Þrístökk: Kristleifur Magnússon (IBV.) 13.95 m. Hástökk kvenna: Guðlaug Guðjónsdóttir (Hörður ísaf.) 1.25 m. Spjótkast: Jóel Sigurðsson (ÍR.) 61.46 m. Kúluvarp: Gunnar Huseby (KR.) 15.96 m. Ilann vann einn- ig kringlukastið (47.29 m.). Sleggjukast: Þórður Sigurðsson (KR.) 43.02 m. Kúluvarp kvenna: Guðný Steingrímsdóttir (U.M.S.IÍ.) 9.65 m. Kringlukast kvenna: Ruth Jónsson (Umf. Hrunamanna) 33.03 m. Hér að framan eru þá taldir upp íslandsmeistarar 1950 i hinum ýmsu iþróttagreinum. 10 íþróttamenn, sem bezt stóðu sig á þessu móti tóku svo síðar í mánuðinum þátt i Evrópu- meistaramótinu í Briissel og gátu sér þar góðan orðstír. Tveir þeirra, Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson urðu Evrópn- meistarar í kúluvarpi og langstökki. FRA FELAG88TARFIIMU Hér verða rakin nokkur atriði úr skýrslum félaganna árið 1949. Mörg störf eru sameiginieg i flestum skýrslum þeirra t. d. málfundir, iþróttakennsla, þátttaka í margvíslegum i- þróttamótum, ferðalög, skemmtanahald, söngiðkun, leikrita- flutningur, fjáröflun til ýmissa framkvæmda, einkum sam- komuhúsa og íþróttamannvirkja. Þeirra starfa verður ekki sérstaklega getið liér, heldur hinna, sem nokkuð eru frá- brugðin hinum venjulegu viðfangsefnum Umf. Umf. Afturelding, Mosfellssveit, stendur að byggingu mynd- arlegs félagsheimilis með hreppnum og fleiri félögum i sveit- inni. Hefur félagið lagt fram fé og sjálfboðavinnu. Vinnur auk þess að íþróttavelli. Hafði marga íþróttakennara á árinu. Umf. Dagrenning, Lundareykjadal, rekur myndarlegt bóka- safn með 1660 bindum. Metið til brunabóta á kr. 12000.00. Er að byggja félagsheimili hjá sundlaug félagsins í Brautarholti. Kostar félagsheimilið nú kr. 120 þús. en sundlaugin kr. 118 þús. Umf. Reykdæla, Reykholtsdal, gróðursetti 600 birkiplöntur í skógræktarreit félagsins. Lék Mann og konu.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.