Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 89

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 89
SKINFAXI 153 Umf. Brúin, Hálsasveit, rekur bókasafn með 1012 bindum og jók safniö um 44 bindi á árinu. Umf. Snæfell, Stykkishólmi, iðkar mikið badminton og keppti á landsmóti í þeirri íþróttagrein í Reykjavík. Þá er æfður handknattleikur kvenna og keppt á móti í Vestmannaeyjum og sigraði i handknattleik á landsmóti U.M.F.Í. Umf. Barðstrendinga, Barðaströnd, vinnur að sundlaugar- byggingu. Umf.Vorblóm, Ingjaldssandi, gefur út handritað blað, sem „Ingjaldur“ nefnist. Iíom það út nokkrum sinnum. íþróttafélagið Grettir, Flateyri, hefur eignazt sundlaugina á Flateyri og gert á henni miklar endurbætur og sér fram- vegis um rekstur hennar. Lék Pilt og stúlku og Karlinn i kass- anum, bæði heima og i næstu kauptúnum. Umf. Reynir, Árskógsströnd, vinnur að íþróttavallargerð og lagði fram mikla sjálboðavinnu við trjáræktarreit félagsins. Gefur út liandritað blað, sem lesið er á fundum félagsins. Umf. 'Svarfdæla, Dalvík, lék í samvinnu við Leikfélag Dal- víkur Hreppstjórann á Hraunhamri. Minntist veglega 40 ára afmælis félagsins. Hélt 54 kvikmyndasýningar. Gróðursetti 500 birkiplöntur í gróðurreit félagsins. Gefur út handritað blað. sem Vekjari nefnist og lesið er upp á fundum félagsins. Umf. Máni, Nesjum, liefur nýlega hafið byggingu félags- heimilis. Umf. Valur,'Mýrum, lék Hreppsstjórann á Hraunliamri. Umf. Vísir, Suðursveit, lék Orustuna á Hálogalandi og sýndi tvisvar í Höfn í Hornafirði. Umf. Kjartan Ólafsson, Mýrdal, á fallegan trjáreit um 1200 m2 að stærð. Var lokið við að planta í hann og allmikið unnið við hann að öðru leyti. Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, lauk við byggingu Félagslundar. Kostnaður varð um kr. 305 þús. Ilúsið vígt með viðhöfn. Félagið á þrjá trjáræktarreiti, þar sem plöntur eru aldar upp og síðan gróðursettar við Félagsund. Byggir í- þróttavöll. Gefur út handritað blað. Umf. Eyrarbakka, Eyrarbakka, á bókasafn með 2000 bind- uum. Iðkar vikivaka og sýnir á samkomum. Innan félagsins stárfar taflflokkur, sem keniur saman vikulega framan af vetri. Umf. Baldur, Hraungerðishreppi, hélt námskeið í dansi o'í söng við ágæta þátttöku. Taflflokkur starfar í félaginu og keppti hann við taflfélag á Stokkseyri. Gróðursetti 200 plöntur i trjáreit sinn. Umf. Gnúpverja, Gnúpverjahreppi, gróðursetti allmargar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.