Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 92

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 92
156 SKINFAXI með sjónleikjum, kvikmyndasýningum, ræðuhöldum, söng og öðrum skemmtiatriðum, sem tök eru á heima í héraðinu. FjöJ- menni sækir að Blönduósi þessa daga og hefur allt farið fram með hinni mestu prýði. Þá er sambandið að láta gera kvikmynd, sem tileinkuð er Aust- ur-Húnavatnssýslu og vinnur ICjartan Ó. Bjarnason að henni. Hún á að sýna landslag, búskapar- hætti og byggingar, einkum það sem er að hverfa af sjónarsviðinu. Myndin á að gefa sem ítarlegasta lýsingu af héraðinu og íbúum þess, eins og það er nú og verða síðari kynslóðum þýðingarmikil heimild um héraðið. Hófst kvikmyndatak- an á héraðsmóti sambandsins 17. júní vor. Formaður sambandsins er Guðmundur Jónasson bóndi, Ási, Vatnsdal. Hefur starfsemin eflzt mjög undir forustu lians. Aðrir í stjórn eru: Garðar Björnsson, Skagaströnd, ritari og Leifur Sveinbjörnssön, Hnausum, gjaldkeri. Nýtt Umf. hefur verið stofnað í Innra-Akraneshreppi, er hlaut nafnið Þrestir. Stofnendur voru 1G, allir á aldrinum 12—17 ára. Stjórn félagsins skipa: Jón Guðmundsson, Innra-Hólmi, formaður, Nína ólafsdóttir, Sólmundarhöfða, ritari, og Sigur- bjarni Guðnason, Gerði, gjaldkeri. Félagið mun ganga i Ung- mennasamband Borgarfjarðar. Áhugi er mikill, og líkur fyrir því, að félagsmönnum fjölgi fljótt. Geri aðrir betur. Umf. 17. júní í Auðkúluhreppi vann héraðsmót U.M.S. Vest- fjarða í sumar. Það sendi 10 keppendur til leiks en í allri sveitinni eru aðeins 90 íbúar. Til fyrirmyndar. í skýrslu Umf. Samliygðar, Arnessýslu, segir: „Á félags- fundum er ekki reykt og ekki eru seldar tóbaksvörur á sam- komum félagsins.“ D. Á. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.