Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 3

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 3
SKINFAXI 51 ur að ræða, er litla brúður þeim mun hættara. Og þegar ofan á þetta bætist, að áhrif frá síðasta stríði og hernámi landsins þá eru síður en svo algerlega fjöruð út, virðist full ástæða til að skera upp herör og hef ja nýja andlega sjálfstæðisbaráttu. Of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Hér stoðar ekkert minna en almenn, þjóðleg vakning. Ef einhver kynni enn að yppta öxlum og láta sér fátt finnast um þessi varnaðarorð, ætti sái hinn sami að hlusta stundarkorn á nokkra unglinga í Reykjavík tala saman um málefni dags og stundar. Ilann ætti að líta í blöðin og sjá þar túlkun á ýmsum hugtökum. Hann ætti að líta í símaskrá og sjá þar ýmis nöfn á fyrirtækjum. Hann ætti að hlusta eina kvöldstund á útvarp og heyra, hve mikið af efni þess er á út- lendu máli. Svona mætti lengi telja. Þetta er þó ekki af nöldrunarsemi mælt. Nöldur stoðar einatt lítið, og hér kemur það ekki að neinu gagni. Á þessi atriði er aðeins bent til áherzlu. Enginn rná skilja þessi ummæli svo, að við eigum að hætta að læra erlend mál. Um slíkt er tómt mál að tala. Þjóðin þarf að læra erlend mál. Aðrar þjóðir læra ekki mál svo fámennrar þjóðar, en Islendingar þurfa einmitt að kunna góð skil á öllum hlutum í samskiptum sínum við aðrar þjóðir. ísland er ekki lengur einangrað land. Tækni nútímans hefur skipuð þvi í þjóðbraut. Átök í alheimsmálum og viðsjár með stórveldum gera það hernaðarlega mikilvægt, jafnt á friðartímum sem í stríði. Hér hlýtur því alltaf að verða gestkvæmt, þótt á friðartímum sé. Vandinn leysist ekki, þótt herliðið hverfi á brott. Samskipti þjóðarinnar við aðrar þjóðir munu enn aukast í fram- tíðinni, þótt friður haldist í heiminum. — Það er einmitt með þessar staðreyndir i huga, sem okkur ber að íhuga alla málavöxtu. Og að þessu athuguðu mái það.ljóst verða, hve 4*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.