Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 6

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 6
54 SKINFAXI (ju&m. Jht _Kridján&ion: 1 vo kvæði ÞEGAR HLÍÐIN FER AÐ GRÓA. Þegar hlíðin fer að gróa, Gróa, gróa lífsins blóm, æskan finnur út um holt og móa enn sinn helgidóm. Gleymmérei er blá í lautarbarði, brönugrös um hól. Varablóm í hlýjum húsagarði hlær við morgunsól. Sjóiðu, hvernig hlíðarlindin létta leikur tær og hrein, meðan grænir burknar bgrja að spretta bak við urðarstein. Undan vetri lambagrasið lifir Ijóst við holtið autt. Blóðberg sérðu breiðast grjótið yfir, brúnt og hjartarautt. Sjáðu, hvernig lioltasóley breiðir hvítu blöðin út, meðan döggvot dúnurt liugann seiðir, dul og niðurlút. Sjáðu, hvernig fjólan ung og feimin fer í bláan kjól, meðan ein á bungu, björt og dreymin, brosir melasól. Sjáðu, hvernig dropi á mosadýi dýra speglar mynd. Það er eins og ævintýri stígi upp úr hverri lind.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.