Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 10

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 10
58 SKINFAXI Orkuverin. Þær samveitur, sem þegar eru komnar í sveitum, eru aðallega tengdar orkuvenun við þessar ár: Sog, Laxá og Andakíl. Hafnar eru nú stórvirkjanir við Sog og Laxá. Er áformað að virkja til viðbótar í Soginu 32 þús. kw og í Laxá 8 þús. kw. Áður hafði verið virkjað í Soginu 14,5 þús. klw, en til viðbótar hafði það orkuveitusvæði gömlu Elliðaárstöðina, sem gaf 3,3 þús. klw og eimtúrbínustöðina við Elliðaá sem fram- leiðir 7,5 þús. kw. Orkan á Sogssvæðinu meir en tvö- faldast því við nýju virkjunina. Laxá var áður virkjuð í 4,4 þús. kw, svo þar verður orkan 12,4 þús. kw. Andakílsvirkjunin gefur 3,5 þús kw. Gönguskarðsá við Sauðárkrók 1 þús. kw og Skeiðsfoss, sem enn er aðeins fyrir Siglufjörð, gefur 1,8 þús. kw. 1 fram- tíðinni verða þessi orkuver tengd saman og nýjum bætt við, eftir því sem ástæða þykir til. Skapar slíkt verulegt rekstraröryggi. Heimildarlög hafa verið sett til þess að byggja eftir- talin orkuver: Fossá í Ólafsvík, Fossá í Bolungavík, Þyrilsvallavötn í Steingrímsfirði, Laxá í A.-Hún. og Grímsá í Skriðdal, S.-Múl. Líklegt er, að sumar þessar virkjanir verði framkvæmdar á næstu árum. Lýsing1 á samveitum. Samveitunum er þannig háttað, að frá orkuverunum Frá Sogsvirkjuninni. Myndirnar hér á móti, talið frá vinstri. Efsta röð: 1. Aðrennsl- isæðarnar að aflstöðinni. 2. Onnur rafmagnsvélin af tveimur fyrstu vélasamstæðunum er tóku til starfa i okt. ’37. 3. Afl- stöðin, inntakshluti stiflunnar og aðrennslisæðar. —Miðröð: 4. Séð til Ljósafoss frá fhiðunum ofanvert við írafoss. 5. Stífl- an yfir Sogið og aflstöðin. — Neðsta röð: 6. Vesturhluti stífl- unnar með yfirfalli og botnrásum. 7. Yfirlit yfir stöð og stíflu, t. v. botnlokuhús, t. h. inntakslokuhús. 8. Stjórnrúm stöðvarinnar. (Mælar, stýritæki á vélum og rofum).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.