Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 14
62 SKINFAXI Héruð, sem fengið hafa rafmagn. Frá Soginu hafa þessir hreppar á Suðurlandsundir- lendinu fengið rafmagn, eða eru í þann mund að fá það: ölfusið nær allt, Sandvíkur- og Hraungerðis- hreppur að mestu leyti, helmingur Fljótshlíðar, Þykkvi- bær, nokkrir bæir í Holtum og á Rangárvöllum, auk allra þorpanna. 1 sumar verður væntanlega lokið við Fljótshlíðina að Hliðarendakoti og byggð lína frá Sel- fossi að Gaulverjabæ, sem tekur til 22 býla. Sunnan heiðar hefur verið lögð lína til byggðarinnar á Suðurnesjum um Mosfellssveit og upp á Kjalames. Frá Andakílsá er veitan komin til 68 býla í Borgar- firði og ráðgerð veita upp i Reykholtsdal í sumar og nær hún til 30 býla. Frá Gönguskarðsá er veitan komin í Glaiunbæ og ráðgerð um byggðina til Varmahlíðar. Frá Laxá er komin veita til Húsavikur, til nokkurra bæja i Aðaldal, um Svalbarðsströnd og til Hjalteyrar. 1 sumar er ráðgerð veita um mikinn bluta Aðaldals. Um Egilsstaðahverfi á Völlum hefur verið gerð veita, sem fyrst um sinn fær orku frá mótorstöð. Hér að framan eru þá taldar þær héraðsveitur ríkis- ins, sem byggðar eru og gert er ráð fyrir að byggja í sumar. Hvemig' fjárins er aflað. Það er erfiðast að yfirstiga þann mikla kostnað, sem því er samfara að leiða rafmagn um dreifbýli landsins. Styrkþörfin á einstaka sveitasveitur er venjulegast 75—90%, en gert er svo ráð fyrir, að veiturnar standi undir því, sem eflir er. Samkvæmt raforkulögunum leggur ríkissjóður fram % styrkþarfarinnar, en greiðist úr héraði. Samkvæmt 27 gr. raforkulaganna hafa margar sýslur sett reglugerðir um, hvernig greiðslu héraðanna skuli háttað. Þær eru flestar samhljóða og gera ráð fyrir, að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.