Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 26
74 SKINFAXI ár. Heimsstyrjöldin gerði það að verkum, að Iaun hækkuðu, en tækifæri voru fá til að eyða peningum. Þessi svikavel- gengni helzt, þótt úr henni dragi nokkuð, því Bretar veita þangað miklu fé til þess að byggja upp mannvirki, sem skemmd- ust í hinum 3000 loftárásum, er óvinirnir gerðu á eyna í stríð- inu. Mest af matvælum er innflutt, því akrar á eynni eru aðeins fáir tugir hektara. Mjög lítið af nauðsynjavörum er framleitt heima fyrir, bæði vegna vöntunar á hráefnum og eins af vatnsskorti. Maltabúar lifa í rauninni á ósýnilegum útflutningi, vinnuafli, sem greitt er fyrir með stríðum straum- um af brezkum peningum, vegna aðseturs landhers, flughers og flota. Þannig greiðir flotamálastjórnin brezka allan kostn- að af höfninni og hafnarframkvæmdum, en við hana vinna 10 þús. verkamenn. Innlend framleiðslu- og iðnfyrirtæki sjá 20 þús. mönnum fyrir vinnu við ræktun grænmetis, vefnað, leðurvörugerð og þess háttar. Fiskveiðar eru og mikið stund- aðar. Mikil breyting hefur orðið á klæðaburði Maltabúans síðustu tuttugu og fimm árin. f myndabókum og á frimerkjum má sjá kvenbúninginn, eins og hann var. Konurnar klæddust dökk- um fötum, og höfuðbúnaðurinn var eins konar faldur, sem mest líktist kappa eða slá og þakti allt höfuðið. Faldetta nefn- ist hann. Að framan er hann stinnur, og því minnir hann á þanið segl í vindi. En sífellt færri konur bera nú þennan höfuðbún- að. Og ungu stúlkurnar fylgjast álíka vel með tízkunni og stúlkur annarra landa. í borginni Valetta er höll land- stjórans. Einu sinni var hún aðset- ur forráðamanna riddara Jóhann- esarreglunnar. Þar er lika Jóhann- esarkirkjan, annað vitnið um stór- glæsilegan byggingarstíl. í henni eru mörg mjög merkileg listaverk, þar á meðal heimsfrægt listofið teppi með myndum úr lífssögu Krists. Þar eru og bústaðir ridd- aranna, nú verzlanir og skrifstof- ur stjórnarinnar. Þessar miklu, gömlu byggingar, sem allar eru listaverk út af fyrir sig, voru eitt sinn heimkynni hinna hraustu Jóhannesarriddara, eftir að þeir höfðu verið hraktir Elísabet Englandsprins- essa talar við innlenda konu i þjóðbúningi.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.