Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 32
80 SKINFAXI september 1949, og var öll steypa fengið löguð frá Steypustöðinni h.f. Húsið var orðið fokhelt um vorið 1950, og tekið til notkunar, eins og fyrr segir, hinn 17. marz s.l. Húsið er að grunnfleti 607,8 m2, og er í tveim hlið- stæðum álmum, með millibyggingu. I millibyggingunni er anddyri, móti suðri, 8,5 m2, forstofa 60 m2, og veitingasalur 80 m2. 1 vesturálmunni er samkomusalur, 146 m2, og við norðurenda hans er leiksvið 65 m2. 1 kjallara undir leiksviðinu eru búningsherbergi og böð, en við suð- urenda salarins er áhaldageymsla, 14,2 m2. og uppi yfir henni kvikmyndasýningarklefi. 1 austurálmunni eru 2 hæðir. Á neðri hæðinni er eldhús og búr 42 m2, vinnustofa 23 m2, fatageymsla 10 m2 og íbúð húsvarðar (3 herbergi og bað) 58 m2. Á efri hæð eru fundasalur 23 m2, 4 félagsherbergi 11 m2 hvert, og bókasafnsherbergi, 45 m2. Kjallari er undir nokkrum hluta austurálmunnar, og er ætlaður fyrir geymslur. Áætlaður kostnaður byggingarinnar var kr. 1.300,- 000,00, og var sú áætlun gerð fyrir gengisbreytingu. Kostnaður við húsið er nú orðinn kr. 1,300.000,00, en geta má þess, að eftir er að mála og dúkleggja efri hæð austurálmunar og íbúð húsvarðar. Má kallast vel að verið að fara ekki meira fram úr áætlun, með þeim hækkunum, sem orðið hafa á öll- um byggingarvörum á þessu tímabili. Byggingarkostnaður hefur fram að þessu skipzt þannig á aðila, er að byggingunni standa: Dr sveitarsjóði kr. 745.000,00. Frá Umf. „Aftur- elding“ kr. 23.000,00 og frá Kvenfélagi Lágafellssókn- ar kr. 12.000,00. Á móti þessu kemur svo framlag úr félagsheimilasjóði, kr. 520.000,00. Að lokum vil ég svo geta þess, að ekkert hefur verið til sparað að gera félagsheimilið vel úr garði, bæði

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.