Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 44

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 44
SKINFAXI 92 Skjöl þessi hafa nú verið fullgerð og öll árituð nöfnuni þeirra, sem þátt tóku í Hveragerðismótinu. Þau liafa fyrir nokkru verið send héraðssamböndunum til dreifingar. Skjalið verður áreiðanlega mörgum kærkomin minning um þátttökuna í mótinu. Stefán Jónsson liefur teiknað það af mikilli smekkvisi. Efst eru birkilauf, þá áletrunin: Landsmót U.M.F.Í. í boga og merki ungmennafélaganna, bláhviti fáninn. Undir þessari skreyt- ingu er mynd frá landsmótinu, nokkrar prentaðar setningar til skýringar og að lokum undirskrift stjórnar U.M.F.Í. Skjal- ið er prentað í þremur litum. Veðmálastarfsemi. Undanfarin ár befur íþróttanefnd ríkisins haft til atbug- unar, hvort rétt væri að stofna til veðmálastarfsemi í þeim til- gangi að afla iþróttahreyfingunni nokkurra tekna. Á Norður- löndum hefur þessi starfsemi verið rekin liin siðari ár, eink- um í sambandi við enska knattspyrnuleiki. í samráði við menntamálaráðherra, sem einn getur veitt leyfi til veðmálastarfsemi, hefur íþróttanefnd ríkisins skipað þriggja manna undirbúningsnefnd og er Þorsteinn Einarsson formaður hcnnar. Hinir tveir eru skipaðir eftir tilnefningu sambandanna, Friðjón Þórðarson lögfræðingur (U.M.F.Í.) og Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri (Í.S.Í.). Þá hefur íþróttanefnd hlutazt til um það, að Jens Guð- björnsson, formaður Glímufélagsins Ármanns, fari til Noregs í vor og kynni sér þessa starfsemi, einkum í strjálbýlli hlut- um landsins, þar sem aðstæður eru likar og á íslandi. Norrænt æskulýðsmót. Ungmennafélagar, sem hafa hug á að sækja norræna æsku- lýðsmótið í Jýðháskólanum í Elverum í Austur-Noregi 19.—25. júlí í sumar eru vinsamlega beðnir að láta U.M.F.Í. vita um það sem fyrst og ekki síðar en 1. júlí. Hverjum ungmenna- félaga er mikill fengur að þátttöku í slíku móti og væri því mjög æskilegt að margir gætu tekizt þangað ferð á hendur. Innleysið póstkröfurnar. Skinfaxi sendi i vetur mörgum gömlum og nýjum kaupend- um sjnum póstkröfu fyrir síðustu árgjöldunum. Margir liafa brugðizt fljótt og drengilega við og innleyst póstkröfurnar. Hinir eru vinsamlega minntir á að láta það ekki dragast lengi úr þessu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.