Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 5
SKINFAXI 101 var háð á árið 1949, en vegna mikillar rigningar, varð að láta þær keppnisgreinar fara fram innanhúss, sem tök voru á. Gekk það ágætlega. Þrátt fyrir hið óhag- stæða veður, voru áhorfendur fjölda margir, og virtust þeir fylgjast með hverri keppni af lifandi áhuga. — Þú hefur þá fyrir þitt leyti verið ánægður með mótið? — Já, alveg sérstaklega. Ég lít svo á, að þetta mót hafi i rauninni harzlað starfsíþróttum völl, svo að nú skipi þær ákveðinn sess í hugum fólks. Mér þykir ein- sætt, að hér hafi fólkið fundið viðfangsefni, sem það sækist eftir og unir vel við. Þess er og að geta, að húnaðarfrömuðum landsins og Búnaðarsambands Suð- urlands var mjög umhugað um, að mót þetta tækist vel, og sýndu þeir mikinn velvilja í sambandi við undir- búninginn. — Á samkomu, scm haldin var milli keppnis- atriða, flutti landbúnaðarráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, ræðu, og sömuleiðis formaður Búnaðarfélags Islands, Þorsteinn Sigurðsson. Samkomunni stjórnaði formaður U.M.F. ölfusinga, Þórður Snæbjörnsson. — Verzlunarfyrirtæki á félagssvæðinu gáfu verðlauna- gripi. Olíufélög landsins gáfu farandhikar til verðlauna fyrir dráttarvélaakstur, og Búnaðarfélag Suðurlands gaf annan farandhikar, sem gengur til þess félags, er flest stig hlýtur á starfsíþróttamóti. Er mjög gott til þess að vita, að þetta fyrsta starfsíþróttamót skyldi vekja svo óskipta atliygli, sem raun bar vitni. — Já, það er mjög ánægjulegt og uppörvandi, að svo vel skyldi takast. — Ilvað viltu svo segja almennt um þessi mál, áður en við slítum talinu? - Ég vil aðeins livetja ungmennafélög til að gefa starfsíþróttunum gaum og nota veturinn vel til undir- húnings starfinu á komandi sumri. Margir hafa haldið, að starfskeppni og mót af þessu tæi sé erfið í fram- kvæmd. En svo er alls ekki. 'Störf þessi eru næsta auð- veld, ef rétt er á haldið. — Ég er að sjálfsögðu fús til

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.