Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 34

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 34
130 SKINFAXI braut kúlunnar í hringnum mjög milda hreyfiorku með sínura snöggu viðbrögðum. O’Brien, Ólympíumeistarinn ’52 eða kennarar hans, hafa þá hugsað rökrétt. Djúp hnébeygja með framhalla líkamans niður yfir fótinn, — elcki sveigður hliðhalli eins og áður, er léttari og bindur síður vöðva, — og veitir kúlunni lengri hreyfing- arbraut. Ný vöðvabeiting við að kasta járnkúlu sem lengst frá tak- mörkuðu athafnasvæði, hefur fært með sér ný Ólympíumet (17.49 m) og heimsmet (18.02 m). Kringlukast: Á síðustu Ólympíuleikum vann Amerikaninn Iness kringlukastið. í apríl s.l. hafði hann kastað í þeim mán- uði lengra en nokkur annar maður í Bandar. N.-Ameriku (rúma 58 m). En hvað skeður? Heimsmethafinn fyrrv. Fortune Gordien, sem varð 4. á s.l. Ólympiuleikum tekur sig til í s.l. ágústmánuði og þyrlar kringlunni upp undir 00 metra (59.28 m). Nýtt heimsmet. Ótrúlegt afrek. En hver er talin ástæðan fyrir framförunum. Styrkur og snerpa réttivöðva fótanna. (Sérstaklega þjálfaðir við lyftingar). Mýkt, einbeiting hugans, hárnákvæm tamning réttrar atriðaraðar, snerpa í beitingu vöðva við færslu kringlunnar frá seilingarstöðu og að við- skilnaðarpunkti úti af kastöxl og hraði í slætti kastarmsins fram fyrir þvert brjóst. Þá er frjálsræðið í hoppstiginu í hringnum einnig talin ástæða fyrir kastafrekinu, en eins og kunnugt er, lioppa amerískir kringlukastarar úr upphafsstöðu nær því að brún lcasthrings vinstra megin (miðað við þegar horft er í kaststefnu). Með þessu afla þeir kringlunni lengri hreyfingarbrautar og hafa sjálfir meira athafnasvæði fremst í hringnum, til þess að stöðva sig að loknum hinum hröðu snúningum og snöggu spyrnum og eldingarhröðu armsveiflu. Góðir lesendur, allir þurfið þið að beita vöðvum til starfa. Athugið eftir lestur þessa þáttar, liversu þið beitið vöðvum ykkar til starfa! Hið minnsta starf, t. d. að þræða saumnál, getur með skakkri vöðvabeitingu fært þér vanlíðan — stirð- leika og gigt. Rétt vöðvabeiting eykur starfshæfni og afköst, eflir velliðan og þar með lífsgleði. Góðir íþróttamenn, gætið nákvæmni í vöðvabeitingu við íþróttaiðkanir! Þorsteinn Einarsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.