Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 Stenberg, reyndist okkur ágæta vel. Voru þeir Skúli og Stenberg óþreýtandi að fræða okkur og skemmta, meðan við dvöldum í borginni. Fleiri landar voru líka oft með okkur. Meðan við dvöldum í Stokkbólmi, voru þar stöðug hátíðahöld vegna 700 ára afmælis borgarinnar. Var skemmtilegra í borginni þess vegna, og sáum við margan fagnað, þar á meðal dans kringum maí-stöng- ina. Við komum á hinn fræga skemmtistað, Skansinn, og var þar mikið um dýrðir. Mikið þótti okkur þar koma til þjóðdansasýninga og fleiri atriða. Ekki var síður stórfenglegt að sjá skóginn upplýstan með marg- litum ljósum, þcgar kvölda tók. Talið var, að 25 þuó. manns væru þarna þctta kvöld, en allt fór ágællega fram. Drukkið fólk sásl þar ekki. Einn daginn fórum við til Uppsala, sem er um tveggja stunda akstur frá Stokkhólmi. Þar hittum \ið áttræðan Svía, sem verið hafði prófessor og talaði hann góða íslénzku. Var hann mæta vel að sér í íslenzkum fornsögum og talaði um ýmsar söguhetjur sem kunn- ingja sína. Ferðafólkið á skenimtisiglingu í Stokkhólmi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.