Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1954, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.04.1954, Qupperneq 23
SKINFAXI 23 kenni okkar, tungu og þjóðerni, hvað sem á dynur. Og siðast en ekki sízt að fara hófsamlega með fjár- muni, svo við verðum ekki efnalega háðir hinu cr- lenda valdi. Lífið er endalaus barátta í einhverri mynd, ill eða góð. Barátta fyrir daglegum þörfum, hagsmunum, réti- indum, frelsi einstaklinga og þjóða, þroska og fram förum hvers einasta manns. Án baráttu er ailt háð kyrrstöðu og lmignun. En það skiptir miklu fyrir hverju harizt er, og livernig barizt er. Við dáum alltaf þá, sem berjast af drengskap fyrir góðu málefni. Barátta allrar baráttu er baráttan fyrir frelsi ættjarð- arinnar. Hún er sameiginleg, eilif og ævarandi, eins fyrir því, þó frelsið sé fengið. Hún er eins og lífs- baráttan sjálf: tilslökun veldur hnignun og frelsis- skerðingu. Erfiðleikar fylgja allri baráttu, en þeir eru til þess að sigrast á þeim, þó það sé ekki ævinlega hægt í einni svipan. Jafnvel ósigur að vissu marki getur leilt til sigurs og dýrmætrar reynslu. Frelsi okkar Islendinga hefur þegar verið skert. Við höfum einnig farið óvarlega með fjármuni, sem verður að skoðast sem nokkurs konar ósigur. Hvort tveggja minnir okkur á það, að á frelsisbaráttunni má aldrei slaka, og að vera sjálfum sér nógur og öðrum óháður f járhagslega er sá grunnur, sem allt sjálfstæði verður að byggja á. Traust atvinnulíf, framleiðsla verðmæta til lands og sjávar, er vitanlega nauðsynlegt skilyrði fyrir efnalegu sjálfstæði. En það er ekki nóg. Það er engu minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Og þegar alls er gætt, er ef til vill einn þýðingarmesti þáttur sjálfstæðisbaráttunnar sá, að almennt sé gætt hófs x meðferð tækni og fjármuna. Tæknin er á vissan hátt góð, en henni fylgja hættux. Við flýjum hvorki tæknina né hætturnar, sem hún skapar. Eina ráðið er að snúast skynsamlega við hverj- um þeim vanda, sem að höndum ber í hvert sinn. Það

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.