Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 42

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 42
42 SKINFAXI anna aftur við hálsinn, augun stór og skær, hornin á hyrndri kind fínliðuð og fremur stutt. Haus á kollóttu fé má vera aðeins grennri en á hyrndu. 2. Háls og herðar: Hálsinn skal vera stuttur, sívalur og gildna mjög aftur, svo að sem minnst beri á samskeytum liáls og bóga. Háls á hrútum á að vera mjög sver, en mun grennri á ám einkum frammi við hausinn. Herðarnar eiga ag vera ával- ar og sem bezt holdfylltar beggja megin við herðakambinn. Rétt er að meta að jöfnu háls og herðar. 3. Bringa og útlögur: Bringa á að vera sem allra breiðust og þarf að ná vel fram, a. m. k. þverhönd fram fyrir bóg- leggi, þegar kindin stendur eðlilega. Þó bringan eigi að vera vel breið fram, þá er enn meira áriðandi, að hún sé breið aftur og geislungarnir komi vel út frá bringubeininu milli bógleggja og fyrir aftan þá, svo að sem stærstur flötur rnyndist neðan á brjóstkassanum. Útlögur rifjanna þurfa að verða sem mestar, til þess að brjóstkassinn verði sem sí- valastur og ekkert slöður aftan við bógana. Af þeim 10 stigum, sem gefa má fyrir bringu og útlögur, er rétt að gefa 3 stig fyrir bringu framan bógleggja, 4 stig fyrir bringu aftan bóg- leggja og lögun geislunganna og 3 stig fyrir sjálfa hvelfingu rifjanna. 4. Spjaldbreidd og styrkleiki: Spjaldhryggurinn á að vera breiður, ávalur, sterkur og vel tengdur við brjóstkassann. Háþornin mega ekki vera svo há, að hryggurinn verði eins og rismikið þalc. Ekkert lin má finnast í bakinu, þegar stutt er ofan á það. 5. Bakhold. Bakholdin eiga að vera svo mikil og þétt, að hvergi finnist fyrir þverþornunum á brúnum spjaldhryggj- arins, þegar tekið er út yfir hann á hrútum og geldfé. Dilkgengar ær eru eðlilega holdminni en dilkar og geldfé, en þurfa þó að vera sem holdmestar. 6. Malir. Malirnar eiga að vera breiðar, nokkuð langar, frem- ur beinar, en mega þó halla nokkuð aftur. Þær þurfa að vera sem allra bezt holdfylltar. 7. Læri. Lærin þurfa að vera framúrskarandi vel lioldfyllt svo krikinn verði sem minnstur. Langleggurinn á að vera stuttur og vöðvinn að ná sem bezt niður að hæklinum. Uppi í krikanum á lærvöðvinn að vera bæði mikill og stinnur svo að hann fylli vel greipina, þegar tekið er utan um lærið ofan til með opinni greip. 8. Fætur. Fæturnir eiga að vera stuttir, sverir, beinir og gleitt settir. Bilið milli hnjánna þarf að vera jafn breitt og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.