Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 47
SKINFAXI 47 starf sitt fyrst og fremst á þegnskap og fórnfýsi. Ef til vill er gamla sagan aS endurtaka sig, að seilzt er eftir lambi fá- tæka mannsins, þegar sá ríki og voldugi ætlar aS halda veizlu. Ég tel fulla ástæSu til aS athæfi Stefs gegn Umf. verSi ræki- lega tekiS i gegn opinberlega. Stjórn U.M.F.Í. þarf aS taka hér á föstum tökum. Ég býst viS, aS lagalegur réttur Stefs sé fyrir hendi — því miSur —• en siSferSilegur réttur er lika nokkurs megnugur, ef hann er notaSur til hins ítrasta og það ber aS gera hér. Sá er dómur allra, sem ég heyri um þetta mál tala hér um slóðir. Árnesingur. Ritari U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson, hefur verið kosinn bæjarstjóri á Akra- nesi. Tekur hann við starfinu 1. maí. Daniel hefur verið kenn- ari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar i Reykjavik undanfar- in ár. Meinleg prentvilla slæddist inn i síðasta hefti í umbroti. í lýsingu á minnis- varða Stephans G. Stephanssonar (bls. 111) stendur: „Minnis- varðinn er þrístrend varða, hálfur metri á hæð“ o. s. frv. Þarna á að standa hálfur fimmti metri á hæð. Kaupendur Skinfaxa eru vinsamlega beðnir að leiðrétta þetta í heftinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.