Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 21
SKINFAXI éJinariion : ■mariion : ÍÞRÚTTAÞÁTTUR XXVIII Þar, sem er vilji — Á s.l. vori var ég á fcríi suður með sjó og kom viS i Kei'la- vík og í SandgerSi. Um kl. 6 kom ég af fundi úr barnaskóla Keflavikur. Norðan við skólann eru sléttar grundir, sem notaðar hafa verið sem íþróttavöllur. Á þessum grundum gaf að líta nokkra æfinga- klædda unga menn. Þeir voru sumir á hlaupum, en aðrir iðk- uðu mýkingaræfingar. Ég liorfði um stund á þessa iþróttamenn. Einkennandi fyrir þá var, hve hlýtt þeir voru klæddir og hversu samvizkusamlega þeir æfðu sig. Þeir héldu ávallt áfram, en breyttu iðulega til frá liröðu hlaupi til skokks eða göngu, frá staðæfingum til liggjandi æfinga. Tveir tóku sig út úr og hurfu milli liúsanna i átt til heiðarinnar, og ég sá þá ckki i 20 mín., en þá komu þeir til baka, hurfu í liópinn, sem eftir skokk og göngu um grundirnar hvarf til norðurs milli húsanna. Er ég nokkru seinna kom í Sundhöll Keflavíkur, voru þeir þar í baði. Hverjir voru þessir íþróttamenn? Verkamenn og vertíðar- menn, sem liafa, eftir þvi sem forstjóri Sundhallarinnar sagði mér, æft sig reglulega um lengri tima að loknu dagsverki. Flest- ir voru þeir aSkomumenn, og meðal þeirra voru piltarnir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, sem unnu undir nafni UÍA 5 manna sveitakeppni í viðavangshlaupi í. R. nú s.l. sumardag liinn fyrsta. Þessir ungu menn eiga vilja, og iþróttirnar eru þeim hugföng, sem þeir sækja til hressingu, gleði og félagsskap. Þeir hafa með- tekið hið ágæta hugarfar og þeir hafa tileinkað sér hið tignasta í fari liins sanna íþróttamanns, að finna sér skilyrði til íþrólta- iðkana, hvar sem lífið kann að staðsetja hann, og iðkar íþrótt- ir af hispursleysi, hógværð og skilningi. Síðar á hinu sama kvöldi ók ég á jeppa mínum gegnum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.