Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 28
76 SKINFAXI eða skemmri tíma og hefur vart önnur viðfangsefni. Kostn- aður verður því hlutfallslega mjög mikill á nemanda og honum of þungbær. Sú regla var því fljótlega tekin upp að styrkja umferðarkennsluna þannig að samböndin greiddu % af launum kennarans, sameiginlega eða hvort út af fyrir sig, ef félagið var aðeins í öðru sambandinu. An þessa stuðnings hefði íþróttakennslan í strjálbýlinu orðið sáralítil eða engin. 2. Við skiptingu fjárins á milli sambandanna nú er lagður til grundvallar kennslukostnaður um allt landið, eins og hann varð árið 1953. Þar af er upp undir helmingur kennslukostnaðar í. S. í. í Reykjavík einni. Með því að dreifa fénu þannig, án þess að heildarframlag til íþrótta- kennslu hækki verulega minnkar hlutur strjálbýlisins svo, að litlar líkur og víða alls engar eru til þess, að hægt sé að halda þar uppi svipaðri íþróttakennslu og verið hef- ur um langt skeið. Enda þótt æskilegt væri, að fjárliagur væri svo rúmur, að unnt væri að styrkja alla íþróttakennslu 50% eða meira, ber mjög að líta á aðstöðumuninn hjá fáeinum unglingum í strjálbýlum sveitum og fjölmennum íþrótta- félögum í Reykjavík eða öðrum kaupstöðum landsins, bæði með því að standa undir greiðslum til kennarans og hversu störf hans nýtast betur af augljósum ástæðum. 3. f Reykjavík njóta nær allir unglingar íþróttakennslu til 17 ára aldurs í gagnfræðaskólum og öðrum framhalds- skólum bæjarins og greiðir ríkið þannig stórfé til hennar. Unglingar í sveitum njóta ekki þessarar kennslu, nem.i þeir sem fara í héraðsskólana. Aukinn stuðningur við umferðarkennsluna á einnig þarna að jafna metin. 4. íþróttamenn í strjálbýlinu hafa sýnt á landsmótum U. M. F. í. og við mörg önnur tækifæri, að þeir eru þessa stuðn- ings verðugir. Hér er því óheillastefna tekin upp, sem vafasamt er að meirihluti íþróttanefndarinnar geri sér grein fyrir, hvaða afleiðingar kunni að hafa fyrir íþrótta- starfið í dreifbýlinu. 5. Á framangreindum röksemdum mótmæli ég því, að út- hlutunargrundvelli milli sambandanna sé breytt, meðan ekki er hægt að auka fjárframlög svo til kennslunnar, að stuðningur við strjálbýlið geti haldizt óbreyttur og aukin framlög til íþróttakennslu í Reykjavík komi sem hrein viðbót við það fé, sem nú er varið til íþróttakennslu í landinu á vegum sambandanna.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.