Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 gerði. Voru þeir á aldrinum 11—15 ára. Féll þeim vel að tala við drengina og búast við góðum árangri r.f slíkum viðtölum. Þá hafa þeir og ferðast um Mosfells- sveit og aðrar sveitir i grennd við Reykjavík. Skinfaxi náði sem snöggvast tali af þeim félögum um mánaðamótin maí—júní. Voru þeir þá að leggja af stað norður í Eyjafjörð. Lét Matthías mjög vel af dvöl sinni hér það, sem af er, og var vongóður um árangur af starfi sínu. Var hann mjög ánægður með samstarfið við Umf. og taldi þau einmitt hinn ákjósanlegasia vettvang fyrir þau verkefni, sem er aðaláhugaefni hans, starfsgreinir ungmenna i sveitastörfum. Taldi hann, að Islendingar stæðu stórum betur að vígi við útbreiðslu starfsíþrótta en Bandarikjamenn, þvi að hér væru Umf. til, en fyrir vestan þurfti að stofna 4H-félögin og hefja síðan starfsemina. Matthías lagði þó áherzlu á, að að sjálfsögðu hentaði annað íslenzkum staðháttum en bandarískum, og þyrfti því að reyna og sannprófa, hvað af þáttum 4H-félag- anna hentaði hér. Taldi hann vafalaust, að sum atriði úr starfsiþróttum á Norðurlöndum ættu hingað meira erindi en þættir að vestan. Höfuðati’iðið væri ao finna þau verkefni, sem æskunrenn sveitanna fengju áhuga á og vildu fást við, og yrðu þau þá íslenzk verkefni. Tók hann skýrt fram, að sér litist mjög vel á byrjun- ina i framkvæmd starfsíþróttanna og það, sem þegar hefði verið gert. — Hann lét mjög vel yfir því, hve nrikið væri nú unnið að skurðgreftri og þurrkun lands. Vitnaði það um meiri framkvæmdir í ræktunarmálum en hann hefði búizt við. Minntist hann í þvi sambandi á það, að vel gætu eldri unglingar liaft ræktun tún- skáka sem þátt í starfsíþróttum. Skinfaxi býður Matthias Þorfinnsson og konu hans velkomin lil landsins. Er víst, að Umf. munu taka þeini Matthíasi og Stefáni vel, er þeir koma í heimsókn, og færa sér í nyt störf þeirra og leiðbeiningar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.