Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 23
SKINFAXI 71 kennari og hefði þvi frábæra aðstöðu til æfinga. Rétt er það, að Kristján er iþróttakennari og nú um stundir héraðskennari Eyfirðinga, en ég lief sagt i þessum viðræðum og þótzt tala af reynslu, að sá þarf að liafa mikinn áhuga, sem stendur yfir íþróttaæfingum, livað þá óreglulegum og dreifðum íþrótta- iðkunum, til þess að hafa sig sjálfan að sinni eigin sérþjálfun. Vegna þessarar reynslu minnar finnst mér ávallt aðdáunar- vert, ef starfandi iþróttakennari lieldur áfram iðkun áhuga- íþrótta sinna. Ég hygg, að ef að líkum lætur, muni þessi hlaupaafrek Kristj- áns Jóhannssonar og lians góða fordæmi svo og hlaupasigrar Eyfirðinganna og Austfirðinganna hleypa nokkru kappi í hlauparaefni annarra héraða, svo að þolhlaupin á Landsmótinu á Akureyri munu verða skemmtileg keppni og til eflingar þol- hlaupum á íslandi. Landsþjálfari bandarískra frjálsíþróttamanna, Brutus Hamil- ton, lét blaðamenn hafa það eftir sér, er hann lieyrði um afrek Bannisters, að nú myndu fljótlega koma margir fram á hlaupa- brautirnar og hlaupa míluna á skemmri tima en 4 min. Við íslendingar biðum alltof lengi eftir því, að hrundið væri meti Jóns Kaldals á 5 km hlaupi. Nú hefur þetta skeð, og sá er afrekaði að lilaupa hraðar en Jón hefur betrumbætt það afrek. Það er því von okkar, sem þráum að sjá fleiri þolhlaupara á ísl. lilaupabrautum eða víðavangi, að nú renni fleiri á vað Kristjáns, fylgi honum eftir, lilaupi upp að hlið hans og jafnvel fram úr! En af hverju skyldi ég nú fjölyrða svo mjög um þetta, að menn hlaupi nokkrum sek. liraðar en náunginn? Það er ekki um liina háu tölu á metalistanum, sem mig dreymir, lieldur hitt, að fá fleiri til þess að iðka hlaup, þvi að hlaupin eru einhverjar liinar beztu íþróttir, og þau er alls staðar hægt að æfa. Aðstaðan er til, en þá vantar kennsluna. Hún er einnig við hendina. Kennslubók er til, og liægt er að skrifa iþrótta- kennara og fá frá honum forsögu um æfingu og þjálfun. Þá eru einnig til frábærar kennslufilmur um lilaup. Fyrst og fremst þarf viljinn að vera til og til hvatningar viljanum skul- um við liafa Kristján og 15 mín. til viðfangs. Síðan þessi grein var rituð, hefur Kristján Jóhannsson lent i bifreiðaslysi og slasazt allverulega. Vonandi er, að hann fái góðan og skjótan bata á meinum sínum. Það er von og ósk allra íþróttaunnenda.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.