Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI ÞÁTTUR SUÐUR-ÞINGEYINGA : Stefán í Sl ör&um.: IMY EÐA NIÐ? (Grein þessi barst Skinfaxa frá U.M.S. Suður-Þingeyinga, eins og yfirskrift bendir til. Ritstjóra þótti sjálfsagt að birta hana, þótt hann sé greinarhöfundi í mörgum atriðum ósam- mála. En Skinfaxi er vettvangur allra ungmennafélaga, og í honum er orðið frjálst, ef einhver veigur er í ritsmiðum. Verð- ur þvi ekki neitað um þessa grein. Hins vegar mun Skinfaxi áskilja sér rétt til að gera við hana athugasemdir, þótt siðar verði, og þá sérstaklega varðandi skólamálin). I. Mörgum verða björt augu, er þeir mæta æskunni í dag. Hlátur hennar, hreyfingar, hinn dirí'skufulli glæsileikur töfrar, og menn stika áfram með stolti þess, sem er svo hamingjusamur að hafa eignast snjaila eftirlíkingu málverks eftir Picasso, Hvílík er framtíð þín, Island! Ctlendir sjá engan mun á æsku Austurstrætis og þeirri, sem fer Champs Elyseés. Og þó var það í gær, sem hún særði hið framandi auga með fátækt sinnar ytri menntar. En það var í gær. Nú er kominn annar tími og önnur æska, að vísu nokkuð ókenníleg, en glæst. Og það er bros á vör og von í hjarta, eins og svo oft vill verða gagnvart hinu framandi, er vér kunu- um ekki full skil á. kynnum, væri efni í langt mál, en ég læt hér staðar numið að sinni. Á bökkum og eyjum tugþúsunda vatna býr æska og elli þessa lands — hlið við lilið. Það er æska, sem er virt og skilin og skilur sjálf kröfur tímans og skyldu við fortíð og framtíð. Hún leggur nýja hornsteina gróandi þjóðlífs. Abolands Folkhögskola, 15. 5. ‘54.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.