Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 37
SKINFAXI 85 Með aldrinum breytist einnig halli tannanna. Á 6-vetra hesti standa tennurnar mikið til lóðrétt hverjar á inóti öðrum, en með aldrinum mynda þœr minnkandi horn milli sín. Eftir 8. ár fer aldursákvörðunin að verða mjög óljós, en hestaskoðarinn hefur þá reglu eftir það, að ákvarða liestinn eins gamlan og hægt er að finna einkenni fyrir. Á 10.—14. aldursári hverfur baunin venjulega, en á 9.—12. fer s. n. „stjarna" að koma í ljós framan við leifar baunarinnar. Hún þekkist frá bauninni á því, að um hana lykur enginn gler- ungur. Til þess að fá æfingu i aldursákvöðrun gamalla hesta, þurfa menn að skoða upp i marga slika liesta á þekktum aldri, þvi að reglur er ekki gott að gefa um aldurseinkennin. 3. Yfirbygging hestsins. Fríðleiki hestsins fer að mestu eftir höfuðsvip, en birtist nokkuð einnig í samræmi og heildarsvip. Höfuð islenzka hestsins má ekki vera um of smágert, ekki t. d. eins og á Araba-hestinum. Ennið skal vera breitt og jafnt við sig. Augun stór, glaðleg og með hreinni, tortryggnislausri tjáningu. Nefbeinið með skörpum og jöfnum linum, þunnri húð og myndi greinilega lægð undir augunum. Nasir víðar með þunnri liúð og þandar. Eyrun fremur löng, háttsett og >101 borin, með þunna húð og þunnliærð, dregin upp í odd. Kjálkarnir gleikki vel að hálsinum og séu þunnir. Hálsinn þunnur og fremur langur. Reistur og greinist frá bógum og bringu. Hátt setlur. Makkinn þurr og myndi litið bogna línu að ofan. Faxið klofið. Ilreyfingar hálsins verða að vera liðlegar og mjúkar, sérstaklega í fremstu liðunum. Brjóstið á að vera djúpt, myndi lielming af stangar-hæð hestsins. Rifbeinin bogni vel aftur. Brjóstrýmið þarf að vera mikið og jafnt. Bógar séu hallandi, vel bundnir rifjahylkinu, en þó ekki svo, að stirðleika valdi í hreyfingum framfóta. Þarna þarf að finna meðalhófið. Armar sverir með jafnri og hnyklalausri vöðvafyllu niður að hnjám. Herðakamburinn á að vera hár, um 8 cm liærri en lægstur hryggur, skarpur og sameinist hrygg með jöfnum aflíðanda. Hryggurinn byrjar þar, sem lierðakambur er lægstur. Ilann á að vera fremur stuttur og liafa mjúka sveigju. Gallar eru það, ef hryggur er of stífur (liesturinn of bolstífur og lireyf- ingar verða harðar — brokkgengir hestar) eða krepptur (slæm-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.