Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 15
SKINFAXI 63 fékk svo sjaldan að þreyta fang í skóla, og sjálfstæð um fátt. Allir hinir almennu skólar eru að meira og minna leyti miðlar gagnslítilla formúla, smásmugulegra minnisatriða, páfagaukslærdóms og hnotgjarnrar þekkingarleitar. Ef til vill má finna einhverja, sem ekki liafa farið lengra í skólastiganum en á fyrstu eða aðra hæð, með flöktandi blik barns i auga, er spyr hvers vegna? En þeir eru í'áir, mjög fáir. Fleiri eru þeir, sem eiga svo litið andlegra efna, að þeim reynist erfitt að gjalda húsaleiguna. Sannleikurinn er, dapur sannleikur, að ískyggilega stór hluti íslenzkrar æsku er skrill. Hun er að vísu vel mennt í klæðaburði, miður í framgöngu og andlegum eiginleikum. III. Þúsund rasta ferðalag hefst með einu skrefi. — Sá ógnvaldur, sem slökkti hamingjuna á tindum Is- lands árið 1262, var ekki kominn af völdum neins sérstaks stundarglapræðis. Um langan aldur hafði margt vaxið til þess, og fleira og fleira, unz yfir lauk. Verði Island hamingjulanst 2062, eru þeir vissulega í sök, er varð það á að sljóvga í stað þess að brýna þau vopn, er oss máttu duga til að verjast þeim, er nú ldóast yfir tindum. Leikur sá, sem settur var á svið undir þeim fjöllum, er vér köllum íslenzk, 17. júni 1944, hefur boðað fleiri möguleika til gæfu og góðra alda en flest önnur tíðindi, samt hefur enginn þáttur átt í upphafi sínu jafn illar og margar grunsemdir þess að verða síðasti og styttsti þátturinn — önnungur harms. — Slíkt er upphaf þess þáttar, er hófst 17. júní 1944, í sömu mund og fjárlægðirnar urðu að engu, fátækt auðsins flutti inn í landið með sínar vélar og þægindi. Framandi hættir, framandi hlutir og hugsanir drifu svo skjótt yfir þjóðina, að landvættirnar höfðu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.