Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 42
90 SKINFAXl 3. verðlaun A = 70—75 stig 3. verðlaun B = 65—70 — Að öðru leyti má nota eftirfarandi til hliðsjónar við dómana: 1. Ilross, sem fær minna en 7,0 fyrir fótabyggingu, verður varla talið hæft til undaneldis. 2. Hross, sem fær minna en 7,0 fyrir samræmi, verður varla talið hæft til undaneldis og ekki fallegt reiðhross. 3. Hross, sem fær minna en 8 fyrir hreyfingar, verður varla talið gæðingur. 4. Hross, sem fær minna en 7 fyrir geðslag, verður varla talið gæðingur og ekki gott til undaneldis, og fái það minna en 5, er það varla eigandi til lífs. 5. Hross, sem fær minna en 7 fyrir taugastyrk, er varla á setjandi. 6. Hross, sem fær minna en 8 fyrir fjör, verður varla talið gæðingur, og ef það fær minna en 5, þá er það varla not- hæft til vinnu. Stigið 5, eða einkunn 5, yrði þá að þýða sama og „nothæfur vinnuvilji“, en t. d. 4—5 þýddi þá „ónothæfur vinnuvilji". Til undaneldis ætti ekki að nota Iiross, sein fá minna en 7 fyrir fjör. Allir íslenzkir hestamenn þurfa að kunna hestavísurnar hans oigurbjörns Jóhannssonar frá Fótaskinni, því að þar er góð- um hesti lýst af snilld, og læt ég þær því fylgja hér í lokin: Ef þú selja meinar mér makka skeljung góðan, kosli telja hlýt ég hér hann svo velja takist þér. Álitsfríður, framþrekinn, fjörs með stríðu kappi fimur, þýður, fótheppinn, fetatíður, ganglaginn. Stutt með bak og breitt að sjá, brúnir svakalegar, augu vakin, eyru smá einatt hrakin til og frá. Makkann sveigi manns í fang, munn að eigin bringu, skörpum fleygist skeiðs á gang, skrokkinn teygi fróns um vang. Þolinn, hraustur, grjót og grund grípi laust með fótum, vaði traustur ekru und, eins og flaustur taki sund. Enga hræðist undrasjón, að þótt slæðast kunni, viss að þræða veg um frón, vænn á hæð og frár sem ljón. Eeggjanettur, liðasver, lag sé rétt á hófum, liarður, sléttur, kúptur hver. Kjóstu þetta handa mér. .

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.