Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 17
SKINFAXI 65 vera, en eitt er víst. öll slík orð hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeirri æsku, sem nú er. Sannast þar á ótvíræðan hátt hin sígildu orð, að um leið og fræð- arinn liættir að þekkja nemandann, verður ræða hans rabb við tungl og stjörnur. Þess vegna er ekkert gagn að hjálp þeirra, sem ekki hirða um að sjá og þekkja æskuna, eins og hún er. Á íslandi hefur aldrei verið æskufólk svipað því, sem nú er, útlendingar í síiiU eigin landi, svo illilega slitið frá sinni sögu og venjum, að það á tæpast sama mál og himin og þeir, sem áttu sinn morgun fyrir styrjöld. Og því er ekkert gagn að ritgerðum og greinum eins og þær voru áður. Æskan les ekki slíkt orð. Sama er um ræðurnar. Aðrar leiðir verður að fara, og þær eru tvær, aðeins tvær færar milli eldri og yngri. önnur er íþróttirnar. Það kemur þó ekki að öllu leyti til af góðu, að þæí eru með þeim glæsibrag, sem raun ber vitni. Um nokkur ár hafa þær verið nálega sá eini vettvangur, sem hinir eldri og yngri hafa mætzt á með gagn- kvæmum skilningi og áhuga. Og eins og verða vill með einbirni, hefur gætt nokkurs dekurs. En íþróii- irnar hafa á tvennan hátt verið ómetanlegar. í fyrsta lagi vegna sjálfs sín, hins mikla gildis sem þær hafa, og í öðru lagi tókst þeim að halda lífi i ungmenna- félagshreyfingunni, og á meðan er vegs von. Enda fór svo að leið fannst. Hin er leikstarfsemin. Sú leið er lítt notuð enn þá, en hefur mikla mögu- lcika til að verða boðleið mikilla og merkra hluta, þar sem hægt er að færa æskunni miklar og dýrar gjafir. Það verður erfitt að bi’jóta nýjar leiðir, ná eyrum æskunnar og hjarta,gera hana betri og vitrari en nokkra aðra. En það er engin afsökun fyrir því að reyna ekk’. Það verður að gerast skjótt, því að brátt er landið og 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.