Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI „Sundballet". Á s.l. vetri tóku blöðin og útvarpið að segja frá sundballet í Reykjavík. Upp á flestu er nú fundið og hvað er nú þetta? Hér er um að ræða leiki eða leikfimi á sundi. Við íslendingar höfum mjög einskorðað sundíþróttina við það að fá einstaklinga til þess að geysast i vatnsskorpunni á sem skemmstum tíma milli bakka lauganna. Að vísu liöfutn við á stundum ált íþróttafólk sem hefur leikið dýfingalistir, og liópa eigum við, sem leikast á knetti á sundi. En liöfum við þá ekki sundfólk, sem hefur leikið ýmsan fimleik í vatns- skorpunni? Jú, t. d. æfði Lárus Rist um 1910 á Akureyri unga sveina í því að leika ýmsan fimleik á sundi og hafði hann a. m. k., að ég veit, sýningu á slíkum „kóðum“, eins og hann kall- aði þessa sundsveina, úti á Akureyrarpolli. Þá hóf Jón Ingi Guðmundsson að æfa stúlknahóp í Reykja- vík fyrir nokkrum árum i slikum sundleikum. S.l. haust liélt Sigríður Þ. Valgeirsdóttir námskeið i Sund- höll Reykjavíkur í því sem Ameríkumenn nefna „Syncronized s'wimming", en þessa sundiþrótt hafði liún lært, er liún stund- aði nám í Bandaríkjum N.-Ameríku. Þá kom fram á sjónarsviðið amerísk sundkona, Dolly Her- mannsson, sem hefur verið leikinn þátttakandi í þessari sund- íþrótt þar vestra. Nú hafa þau þrjú siðasttöldu kynnt þessa sundíþrótt í Reykjavík á s.l. vetri og er vonandi, að íþróttin breiðist út frá þessari byrjunarviðleitni. Þessi iþrótt á fullan rétt á sér. Hún er skemmtileg og krefst góðrar sundfimi. Möguleikarnir að hreyfa sig í vatnsborðinu eru margs konar, eða engu færri en lijá fimleikamanni á gólfi. íþróttin þroskar þvi góða sundfærni og aukin liðleika. Vonandi verður liægt liér i þáttum Skinfaxa að lýsa þessum leikjum á sundi nánar, svo að fleiri taki að iðka þá. Þorsteinn Einarsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.