Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 43
SKINFAXI 91 Samnorræna sundkeppnin A þessu sumri er enn háð sundkeppni milii Norðurlandaþjóðanna. Fyrir þrem árum var slik sundkeppm milli sömu þjóða, og sigruðu Islend- mgar þá glæsilega. Þá bar sú þjóðin sigur úr být- um, er flesta átti þátttakendur miðað við fólks- fjölda. Syntu þá 36 þús. Islendingar hina tilteknu vegarlengd, 200 m. I þessari keppm, sem nú stendur yfir, sigrar su þjóðin, er mest eykur þátttakendatöluna frá árinu 1931. Mun þ ví ýmsum þykja tvísýnt um sigur ís- lendinga að þessu sinni. Þó er langur vegur frá, að íslendingar þurfi að örvænta um sigurinn. Syndí 15—20 þús fleiri íslendingar nú en árið 1951, geta þeir bæglega unmð. Eru miklar líkur til, að þetta geti tekizt, ef allir leggjast á eitt. Er vonandi, að landsmönnum blaupi nú kapp í kinn, og þeir sýni, bvað í þeim býr, þegar bæfilegur þjóðarmetnaður kyndir undir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.