Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 39
SKINFAXI 87 ar helzt á innistöðu og af of lítilli hreyfingu, ef fætur eru veik- byggðir, t. d. of langar og slappar kjúkur. Við of mikla áreynslu á liörðum vegum geta hestar fengið bólgu í liðfleti, sem breiðist upp leggina sem beinhimnubólga. Slík bólga veldur oftast varanlegri helti og skemmd fótanna. Mest er hætta á þessum skemmdum, ef liðfletir eru mjög grann- ir, eða ef fótstaðan er mjög hörð, þ. e. kjúkan er of lóðrétt. Kjúkan á að vera sver og ekki mjög löng. Halli hennar á að vera sá sami og á rétt skornum hóf. Á framfótum á stefna hóf.s og kjúku að mynda 45—50 gráðu liorn við láglínu jarð- ar, en afturfætur eru brattari, eiga að mynda 55—60 gráður við Iáglínu. Hófarnir eiga að hafa mjúkt, sterkt og lieillegt liorn í veggn- um. Hófbotninn á að vera vel livelfdur inn í hófinn, livita röndin lieil og hóftungan þroskamikil. Þá eiga hófarnir að vera ósnúnir og réttir. Iielti getur stafað af sprungum og roti í hófum og af mari í tábeini eða hófbrjóskum. (Þessi atriði verður að sýna og kcnna á hestinum sjálfum). Hækillinn er eitthvert veigamesta atriði i fari hestsins. Á þann lið reynir mikið, og þvi þarf hann að vera sterkur og heilbrigður. Vísi konungsnef mjög saman, er sagt, að hestur- inn sé „kýrfættur" eða hafi „nástæða hækla“. Sá galli getur verið arfgengur, en einnig getur liann komið af beinkröm í uppvexti. Slikir hestar fá oft spatt. Spattið er bcinbólga inn- an á hækilliðnum, út frá liðfletinum. Þar myndast beinhrúður. Spattið veldur varanlegri helti. Það rná þekkja á þessum bein- hnútum, en sé það á byrjunarstigi, má kanna það með s. k. „spattprufu“. Spattheltin einkennist af því, að hesturinn lialtr- ar mest í byrjun hreyfingar, en heltin hverfur svo smátt og smátt með aukinni hreyfingu. Hækillinn þarf að vera sver, bæði séð frá hlið og að aftan, réttur og liækilhornið má ekki vera skarpt, heldur mynda sveigju, sem nær sem lengst niður á legginn. 5. Samræmi hestsins (hlutföll). Samræmi hestsins verkar mjög á heildarsvip lians. Gott samræmi er mjög veigamikið atriði, sem sérstaklega þarf að taka tillit til, þegar kynbótaliross eru valin. Helztu samræmis- hlutföll eru þessi: 1. Stangarmálshæð á licrðakamb sé jöfn stangarmálsliæð á lend; hæð á lægst bak sé 8 cm minni; en bollengdin sé 8 cm meiri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.