Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 44
92 SKINFAXI Enginn skyldi taka þessi orð svo, að það sé út af fyrir sig þjóðarnauðsyn að vinna þessa sund- keppni eða sigurinn sé í sjálfu sér svo geysilega þýðingarmikill. Hitt er miklu meira virði, að fjöldi manna og kvenna mun iðka sund í sumar, að meira eða minna leyti vegna keppninnar. Ut frá því sjón- armiði er keppnin mikils virði. Fáist fólk til að iðka sund, er tilganginum náð. Sumarið 1951 tóku margir sig til og æfðu sund reglulega, unz þeim tókst að synda hina tilteknu 200 m. Vonandi er, að nú í sumar verði þeir enn fleiri, sem samnorræna keppnin örvar til sundiðkana. Sundíþróttin er alit í senn holl, fögur og gagnleg íþrótt. Enginn þarf að sjá eftir þeim tíma, sem hann ver til sunds. Með því stuðlar hann að aukinm hexlsurækt með þjóð- mni, mein heilbrigði og hollan hfnaðarháttum. Ef samnorræna sundkeppnm gæti haft áhrif í þess- um efnum, er sannarlega betur farið en heima setið. Og íslenzka þjóðin mætti vel við una, ef sund- íþróttin yrði, vegna keppninnar, enn almennari en hún nú er með þjóðinni, jafnvel þótt Islendingai yrðu ekki hlutskarpastir. Ekki er þó fyrir það að synja, að margir myndu óska þess, að íslendingar sigruðu nú í annað sinn. Og eins og áður er á bent, getur þetta vel tekizt. Sundstaðir eru nú fleiri en 1951, og yngri kvn- slóðin er enn betur synd en hún var þá. Einmg mega menn nú fara 200 m á því sundi, sem þeim hentar, og skipta um sundaðferðir á leiðmni. Ætti það síður en svo að vera erfiðara fyrir þátttakendur. Þar sem hér er um almennmgsátak að ræða,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.